2002 Korea Ginseng Corporation gegn Heilsuverslun Íslands ehf. og Ólafi Erni Karlssyni

Heilvdverslun Íslands ehf., sem meðal annars flutti inn kínverskt ginseng, gaf út blað sem hafði að geyma heilsíðuviðtal við mann að nafni Luc Delmulle, doktor í efnafræði og auglýsingu fyrir þessa tiltekna tegund ginsengs. Í viðtalinu lýsti Luc Delmulle því meðal annars hvernig staðið væri að ræktun ginsengs í Kóreu og Kína, þar á meðal muninum á notkun áburðar og skordýraeiturs. Var sérstaklega fjallað um rautt ginseng. Af þessu tilefni höfðaði Korea Ginseng Corporation, kóreanskt ríkisfyrirtæki og stærsti framleiðandi ginsengs þar í landi, mál á hendur Heildverslun Íslands ehf. og Ólafi Erni Karlssyni, framkvæmdastjóra þess, þar sem gerð var krafa um að nánar tiltekin ummæli í viðtalinu yrðu dæmd ómerk. Var Korea Ginseng Corporation sá framleiðandi, sem langmest hafði selt af ginsengi hér á landi, en framleiðsla félagsins var seld undir vörumerkinu Rautt eðalginseng. Talið var að ummælunum í viðtalinu væri beint að Korea Ginseng Corporation með þeim hætti að játa yrði því aðild að meiðyrðamáli, sbr. 3. tl. 242. gr. almennra hegningarlaga. Hafi Luc Delmulle ekki nafngreint sig sem höfund þess sem Heildverslun Íslands ehf. hafði eftir honum í viðtalinu. Var kröfu Heildverslunar Íslands ehf. og Ólafs um sýknu á grundvelli aðildarskorts því hafnað. Talið var að ýmsar staðhæfingar í viðtalinu um samanburð á ræktun ginsengs í Kóreu og Kína væru rangar. Hafi viðtalið falið í sér óréttmæta árás á framleiðsluvörur þeirra, sem stóðu í samkeppni við Heildverslun Íslands ehf. um sölu á ginseng á íslenskum markaði og brotið í bága við ákvæði samkeppnislaga. Kröfur Korea Ginseng Corporation væru aftur á móti ekki reistar á þeim grundvelli að brotin hafi verið ákvæði laga, er vörðuðu óréttmæta viðskiptahætti heldur væri málið rekið til verndar æru félagsins á grundvelli ákvæða XXV. kafla almennra hegningarlaga. Vörðuðu ummælin, sem Korea Ginseng Corporation krefðist þess að yrðu dæmd ómerk, ræktun ginsengjurtarinnar í Kóreu almennt. Fælist því ekki í þeim refsiverð aðdróttun samkvæmt 235. gr. almennra hegningarlaga. Yrði því ekki komist hjá því að sýkna Heildverslun Íslands ehf. og Ólaf.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Meiðyrði Sýkna 0 0 0 Ekki tekin afstaða Staðfestur dómur Héraðsdóms   Reykjavíkur

 

Slóð á dóm: http://www.haestirettur.is/domar?nr=2280&leit=t