2005 n George Shelton gegn Indriða H. Þorlákssyni

Edwin George Shelton krafðist þess að ummæli Indriða H. Þorlákssonar, fyrverandi ríkisskattstjóra, í grein, sem birtist í Morgunblaðinu, yrðu dæmd dauð og ómerk og að Indriði greiddi sér bætur vegna þeirra, en hann taldi ummælin ærumeiðandi. Lutu þau að því að nafngreindur maður hefði skrifað grein ásamt „þekktum dönskum sérfræðingi í skattasniðgöngumálum“, þar sem beinlínis hafi verið gefnar leiðbeiningar og lagt á ráðin hvernig færa mætti fé skattfrjálst úr landi. Ljóst þótti að með þessum ummælum væri átt við Edwin. Þá var vísað til þess að orðið skattasniðganga hefði enga einhlíta merkingu, en þó talið að í því fælist sú háttsemi að komast hjá því að greiða skatta. Þegar ummælin voru metin í ljósi þess, sem fram kom í greininni í heild, var ekki talið að í þeim fælist refsiverð ærumeiðing samkvæmt 234. eða 235. gr. almennra hegningarlaga. Var Indriði því sýknaður af kröfum Edwins.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Meiðyrði Sýkna 0 0 250000 Ekki tekin afstaða Óraskaður Héraðsdómur   Reykjavíkur, sýkna 

 

Slóð á dóm: http://www.haestirettur.is/domar?nr=3681