2007 Eiríkur Jónsson gegn Þóru Guðmundsdóttur

Þóra Guðmundsdóttir, í Atlanta, höfðaði mál gegn Eiríki Jónssyni, Mikaeli Torfasyni og Þorsteini Svani Jónssyni til greiðslu miskabóta og ómerkingar á ummælum sem birt höfðu verið á forsíðu og í tímaritsgrein vikuritsins Séð og heyrt í nóvember 2006 og lutu að fasteignaviðskiptum hennar og Þorsteins. Með héraðsdómi voru Mikael og Þorsteinn sýknaðir í málinu en Eiríkur hins vegar talinn bera ábyrgð á þeim hluta ummælanna sem birt höfðu verið í tímaritsgreininni, en óumdeilt var í málinu að greinin væri rituð af Eiríki. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að telja yrði að hluti þeirra ummæla sem Eiríkur hafði ritað í umræddri tímaritsgrein fælu í sér ærumeiðandi móðgun í garð Þóru og vörðuðu því við 234. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá voru önnur ummæli sem Þóra óskaði ómerkingar á talin fela í sér ærumeiðandi aðdróttun í hennar garð er varðar við 235. gr. almennra hegningarlaga. Var niðurstaða héraðsdóms um ómerkingu ummælanna því staðfest. Með vísan til þess að framsetning greinarinnar hefði verið til þess fallin að auka sölu blaðsins var jafnframt staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Eeiríki bæri að greiða Þóru miskabætur að fjárhæð 500.000 krónur.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Meiðyrði Sekt 500000 751263,82 350000 Eiríkur Jónsson, blaðamaður Héraðsdómur óraskaður

 

Slóð á dóm: http://www.haestirettur.is/domar?nr=5384&leit=t