2007 Guðmundur Gunnarsson gegn Eiði Eiríki Baldvinssyni og Olenu Shchavynska

Á ársfundi Alþýðusambands Íslands 2005 tók Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og í miðstjórn Alþýðusambandsins, til máls í umræðum um kjör erlendra manna sem störfuðu hérlendis á vegum starfsmannaleiga. Að sögn Guðmundar var tilefni umræðu hans upplýsingar frá yfirtrúnaðarmanni stéttarfélaga við Kárahnjúka um nánar tilgreindar ávirðingar í garð stjórnenda félagsins 2b ehf. Í kjölfarið var greint frá atriðum sem tengdust þessari umræðu í aðalfréttatíma Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins sjónvarps í október 2005. Þar lét Guðmundar meðal annars orð falla sem Eiði Eiríki Baldvinssyni, stjórnarmanni 2b, og Olenu Shcavynska, varamaður, töldu ærumeiðandi í sinn garð og höfðuðu þau mál þetta til ómerkingar nánar tiltekinna ummæla, svo og til greiðslu skaðabóta og kostnaðar af birtingu dóms í málinu. Ákveðin ummæli sem höfð voru eftir Guðmundi vörðuðu starfsmannaleigur í fleirtölu og án frekari tilgreiningar. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að hvergi yrði séð, að ummæli Guðmundar hefðu að þessu leyti gefið fréttamanni tilefni til að nafngreina 2b ehf. fremur en aðrar starfsmannaleigur eða taka viðtal við Eið frekar en aðra, en Guðmundur gat ekki borið ábyrgð á hvernig fréttarmaðurinn kaus að setja ummæli hans í samhengi við önnur atriði. Ummælin beindust ekki að persónu Eiðs og Olenu, en að því varð að gæta að félag þeirra 2b ehf. átti ekki hlut að málsókninni. Var því Guðmundur sýknaður af kröfu Eiðs og Olenu um ómerkingu þessara ummæla. Þá var krafist ómerkingar á ummælum Guðmundar er vísuðu til háttsemi konu af ákveðnu þjóðerni án þess að hún væri nafngreind. Í aðilaskýrslu fyrir héraðsdómi staðfesti Guðmundur að konan, sem hann vísaði til í tilgreindum ummælum, væri Olena. Talið var að Guðmundur hefði með þessum ummælum sínum sakað Olenu um ámælisverða háttsemi, sem sönnur hefðu ekki verið færðar fyrir og var með þeim vegið að æru hennar. Voru þessi ummæli Guðmundar því ómerkt samkvæmt kröfu Olenu. Að lokum var krafist ómerkingar á ummælum Guðmundar um uppgjör félagsins 2b ehf. á launagreiðslum til starfsmanna sinna. Ekki var mótmælt af hálfu Guðmundar að ummælin vörðuðu 2b ehf. en því hins vegar borið við að ummælin hefðu verið réttmæt. Fyrir lágu í málinu tólf óáfrýjaðir héraðsdómar þar sem 2b ehf. var gert að standa skil á nánar tilgreindum fjárhæðum vegna vangreiddra launa. Ekki var fallist á þau rök Olenu og Eiðs að þær vanefndir yrðu réttlættar með því að um mistök eða misskilning hafi verið að ræða. Þóttu því ekki næg efni til þess að ómerkja þau ummæli Guðmundar. Vegna þeirra ummæla sem ómerkt voru var Guðmundi gert að greiða Olenu miskabætur og fjárhæð til þess að standa straum af kostnaði af opinberri birtingu niðurstöðu dómsins.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Meiðyrði Sekt 250000 375631,91 250000 Ekki tekin afstaða Héraðsdómur reykjavíkur, sekt

 

Slóð á dóm: http://www.haestirettur.is/domar?nr=4953&leit=t