2007 Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason gegn A og gagnsök

 september 2005 hóf Fréttablaðið að birta án samþykkis gagnáfrýjanda A upp úr tölvupóstsamskiptum hennar við ýmsa nafnkunna einstaklinga á árunum 2001-2003, þar á meðal B. Fékk A lagt lögbann við frekari birtingu úr tölvupóstunum en áður hafði birst umfjöllun í dagblaðinu DV um ætlað ástarsamband A og B. Aðaláfrýjendurnir Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, ritstjórar blaðsins DV, byggðu á því að birting efnisins hefði verið vítalaus í skjóli tjáningarfrelsis þeirra samkvæmt 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem hið birta efni hefði staðið í beinum tengslum við opinbera umræðu, sem mikið hefði farið fyrir á þessum tíma og upplýsingarnar í blaðagreininni hefðu því átt erindi til almennings. Með vísan til þeirrar ríku verndar sem 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar veitir einkalífi manna, taldi Hæstiréttur að ekki yrði séð hvaða erindi þessar viðbótarupplýsingar hefðu átt til almennings, enda var hvorki leitast við í fréttaflutningi DV að skýra gildi þeirra fyrir málefnið, sem til umræðu var í þjóðfélaginu, né hefðu aðaláfrýjendur fært fyrir því haldbærar skýringar. Var því fallist á niðurstöðu héraðsdóms um að Jónas og Mikael hefðu brotið gegn 229. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með birtingu efnisins auk þess sem A voru dæmdar miskabætur.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Friðhelgi   einkalífs Sekt 800000 1202022,11 300000 Stefndu - ritstjórar blaðsins Héraðsdómur Reykjavíkur   óraskaður að öðru leiti en málskostnaður var lækkaður