- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ásgeir Þór Davíðsson, kenndur við Goldfinger, höfðaði mál á hendur Björk Eiðsdóttur, blaðamanni, og Guðrúnu Elínu Arnardóttir, ristjóra, vegna ummæla sem birtust í tímaritinu Vikunni. Krafðist Ásgeir þess að ummælin yrðu ómerkt, honum dæmdar miskabætur og fjárhæð til að standa straum af birtingu dómsins í dagblöðum og þess að forsendur dómsins yrðu birtar í næsta tölublaði Vikunnar eftir að dómur félli. Talið var að Björk bæri ábyrgð á ummælum í greininni sem höfundur hennar, sbr. 2. mgr. 15. gr. prentlaga, og breytti þá engu um hvort viðmælandi hennar sem ummælin voru höfð eftir kynni einnig að geta talist höfundur greinarinnar. Með sumum ummælunum var Ásgeiri borin á brýn refsiverð háttsemi. Voru þau ekki talin fela í sér lýsingu á skoðunum eða gildismat heldur fullyrðingar um staðreyndir sem rúmist ekki innan 73. gr. stjórnarskrárinnar. Það sama var talið gilda um eina millifyrirsögn sem Björk bar ábyrgð á. Voru þessi ummæli dæmd dauð og ómerk. Ein ummæli í greininni og tvær millifyrirsagnir voru talin almenns eðlis og ekki beinast að Ásgeiri og var því sýknað vegna þeirra. Þá var Guðrún sýknuð af kröfum Ásgeirs um ógildingu og miskabætur þar sem ummæli á forsíðu tímaritsins, í útdrætti í efnisyfirliti og í leiðara blaðsins, sem hún bar ábyrgð á sem ritstjóri, sbr. 3. mgr. 15. gr. prentlaga, þóttu almenns eðlis. Fallist var á kröfu Ásgeirs um birtingu forsendna og niðurstaðna dómsins í fyrsta tölublaði Vikunnar eftir uppsögu dómsins en kröfum um greiðslu kostnaðar vegna frekari birtingar hafnað. Þá var Björk dæmd til að greiða Á 500.000 krónur í miskabætur.
Skilgreining á eðli máls | Niðurstaða dóms | Bótaupphæð | Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) | Málskostnaður | Hver er ábyrgur | Dómur undirréttar (hvaða ?) |
Meiðyrði | Sekt | 500000 | 668347,38 | 400000 | Björk Eiðsdóttir, blaðamaður | Héraðsdómur Reykjavíkur: Stefndu sýkn |