2009 Rúnar Þór Róbertsson gegn Sigurjóni Magnúsi Egilssyni og Erlu Hlynsdóttur

Rúnar Þór Róbertsson krafðist þess að ómerkt yrðu nánar tilgreind ummæli sem birtust í DV í júlí 2007. Voru ummælin í grein um sakamál, þar sem Rúnari var gefið að sök innflutningur á kókaíni ætluðu til söludreifingar. Var Erla Hlynsdóttir nafngreind sem höfundur greinarinnar, en Sigurjón Magnús Egilsson var á þeim tíma ritstjóri blaðsins. Rúnar var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins með héraðsdómi, sem gekk réttri viku eftir birtingu ummælanna í DV, og var sú niðurstaða staðfest í Hæstarétti 29. maí 2008. Með þeim málalokum var því þannig hafnað að Rúnar og meðákærði hefðu í þessu tilviki orðið sannir að sök um að vera „kókaínsmyglarar“ og jafnframt að Rúnar hefði í febrúar 2007 tekið bifreið í sínar vörslur „í þeirri trú að kókaínið væri á sínum stað“, en þetta tvennt var fullyrt í þeim ummælum sem Rúnar leitaði ómerkingar á, án nokkurs efnislegs fyrirvara um að þær staðhæfingar væru reistar á ákæru, sem varist væri fyrir dómi. Að virtum málalokum um þá ákæru var talið að þessi ummæli hefðu falið í sér aðdróttun í garð Rúnars og voru ekki efni til annars en að verða við kröfu hans um ómerkingu þeirra. Ekki þóttu skilyrði til að ómerkja önnur ummæli, þar sem þau hefðu aðeins falið í sér lýsingu á staðreyndum, sem lágu fyrir í sakamálinu. Voru Erla og Sigurjón dæmd í sameiningu til að greiða Rúnari 100.000 krónur í miskabætur vegna ummælanna og 50.000 krónur til að standa straum af kostnaði af opinberri birtingu niðurstöðu málsins.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Meiðyrði Sekt 150000 179016,41 250000 Sigurjón Magnús Egilsson,   ritstjóri og Erla Hlynsdóttir blaðamaður Héraðsdómur Reykjavíkur: bæði   sýknuð

Slóð á dóm: https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=0f5adb04-02f5-4496-82bc-e9041a2327b5