- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Apríl Rún Kubischta höfðaði mál aðallega á hendur Guðríði, en til vara Vilborgu, vegna ummæla sem birtust í tímaritinu Vikunni varðandi umgengnismál Valborgar, móður Aprílar við hana og samskipti við föður hennar. Krafðist Apríl þess að ummælin yrðu ómerkt, að Guðríður, en til vara Valborg, yrði dæmd til refsingar með því að hafa með ærumeiðandi ummælum sínum brotið gegn friðhelgi einkalífs, að henni yrðu dæmdar miskabætur og fjárhæð til að standa straum af birtingu dómsins í dagblöðum og þess að forsendur dómsins yrðu birtar í næsta tölublaði Vikunnar eftir að dómur félli. Í héraði féll Apríl frá kröfum á hendur Valborgu. Höfundur greinarinnar var ekki nafngreindur, en neðan við inngang greinarinnar sagði: „Texti: Vikan“. Talið var að Guðríður bæri ábyrgð á ummælum í greininni sem ritstjóri blaðsins, sbr. 3. mgr. 15. gr. lagar nr. 57/1956 um prentrétt, og breytti þar engu hvort viðmælandi hennar, Valborg, sem ummælin voru höfð eftir kynni einnig að geta talist höfundur greinarinnar. Fallist var á ógildingu fimm ummæla í greininni með vísan til þess að þau þóttu ýmist móðgandi eða ósannað væri að Apríl hefði látið þau falla. Voru ummælin talin varða við 234. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og dæmd dauð og ómerk samkvæmt 241. gr. sömu laga. Þá var fallist á að Guðríður hefði brotið gegn 229. gr. almennra hegningarlaga, en henni ekki gerð refsing. Loks var fallist á kröfu Aprílar um birtingu forsendna og niðurstaðna dómsins í fyrsta tölublaði Vikunnar eftir uppsögu dómsins, en kröfum um greiðslu kostnaðar vegna frekari birtingar hafnað. Þá var Guðríður dæmd til að greiða Apríl 400.000 krónur í miskabætur.
Skilgreining á eðli máls | Niðurstaða dóms | Bótaupphæð | Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) | Málskostnaður | Hver er ábyrgur | Dómur undirréttar (hvaða ?) |
Friðhelgi einkalífs og meiðyrði | Sekt | 400000 | 435508,69 | 400000 | Guðríður Haraldsdóttir, ritstjóri | Héraðsdómur Reykjavíkur óraskaður að öðru leiti en að miskabætur voru helmingaðar |