- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
n Snorri Snorrason, lektor við Viðskiptadeild Háskóla Íslands og forstjóri Sigurplasts, höfðaði mál gegn Inga Frey Vilhjálmssyni, Jóni Trausta Reynissyni, Reyni Traustasyni og DV ehf. vegna umfjöllunar um hann sem birt var annars vegar í prentaðri útgáfu DV og hins vegar netútgáfu þess á www.dv.is. Ummælin fjölluðu um að verið væri að rannsaka Jón vegna mögulegra skattsvika. Krafðist Jón þess m.a. að ummæli um hann yrðu ómerkt, að Ingi, Jón og Reynir yrðu dæmdir til refsingar og gert að greiða honum miskabætur og tiltekna fjárhæð vegna kostnaðar við birtingu dóms í fjölmiðlum. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um ómerkingu ummælanna m.a. með vísan til þess að þau hefðu verið röng og meiðandi fyrir Jón. Þá hefði verið synjað að leiðrétta það sem rangt hefði verið farið með þegar gefinn hefði verið kostur á því. Var Inga, Jóni og Reyni gert að greiða Jóni Snorra miskabætur samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá var einnig staðfest niðurstaða héraðsdóms um birtingu dóms og forsendna hans í næsta tölublaði DV og í næstu netútgáfu dv.is eftir uppkvaðningu dómsins.
Skilgreining á eðli máls | Niðurstaða dóms | Bótaupphæð | Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) | Málskostnaður | Hver er ábyrgur | Dómur undirréttar (hvaða ?) |
Meiðyrði | Sekt | 400000 | 414037,14 | 500000 | Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður og höfundur blaðagreina fyrir prentútgáfu. Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason ritstjórar og fréttastjórar fyrir netútgáfu. DV ehf ábyrgt fyrir birtingu dóms. | Héraðsdómur Reykjavíkur óraskaður |