Mál 10/2002-2003

Kærandi: NN (nafnleyndar óskað).
Kærðir: Ritstjóri Mannlífs (Gerður Kristný Guðjónsdóttir) og fréttastofa Sjónvarpsins (fréttastjóri Elín Hirst).
Kæruefni: Birting greinar í Mannlífi í janúar 2003, um kynferðislega misnotkun og afleiðingar hennar, og frétt um greinina í Sjónvarpi 13. janúar 2003. Kæran var borin fram í bréfi dagsettu 9. mars 2003. Kærandi er náinn ættingi höfundar greinarinnar sem er tilefni kærunnar. Greinargerð barst frá Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur, dagsett í Nice 30. mars, og önnur frá Elínu Hirst dagsett 2. apríl. Kærandi brást skriflega við greinargerð Gerðar 10. apríl. Hann er ekki búsettur í Reykjavík og kom aldrei á fund siðanefndar.

Gerður Kristný var í þriggja mánaða orlofi í Frakklandi um þessar mundir. Hún fór þess á leit 8. maí að frekari svör hennar fengju að bíða þar til hún kæmi til landsins í maílok. iðanefnd féllst á það. Gerður kom síðan á fund nefndarinnar 2. júní 2003, lagði þar fram nýja greinargerð sína í ljósi nýrra gagna, dagsetta 31. maí, og svaraði spurningum. iðanefnd harmar að þessi langa töf hefur orðið á afgreiðslu málsins og biður kæranda að afsaka hana. Gerður Kristný hefur beðist velvirðingar á sínum þætti í töfinni.

Hinn 14. apríl ræddi siðanefnd ýmsar hliðar málsins við geðlækni sem kom á fund nefndarinnar að ósk hennar, og hafði sá áður rætt þær við aðra geðlækna og hjúkrunarfræðinga að höfðu samráði við nefndina. Nefndin kýs að nefna ekki þennan lækni, án þess þó að hann hafi óskað eftir þeirri leynd.

Siðanefnd hefur fjallað um málið á sex fundum: 31. mars, 7. apríl, 14. apríl, 28. apríl, 2. júní og 10. júní 2003. Frestun á afgreiðslu málsins í maí, að ósk Gerðar Kristnýjar, var ákveðin utan fundar að ráði allra nefndarmanna.

Málavextir

Greinin „Hann átti að gæta mín" birtist í janúarhefti annlífs 2003. Þar segir rúmlega þrítug kona, ónafngreind, frá kynferðislegri misnotkun sem hún kveðst hafa sætt sem barn af hálfu eldri bróður síns, og síðan frá erfiðum veikindum sínum á fullorðinsárum, með tíðum vistunum á geðdeildum og ítrekuðum tilraunum til að svipta sig lífi. Greinin sem annlíf birti er frásögn konunnar sjálfrar nær óbreytt. (Því til staðfestingar hefur ritstjóri annlífs lagt fyrir siðanefnd ljósrit af upphaflegu handriti.) Fáum dögum áður en heftið með greininni birtist stytti konan sér aldur. Hún var kistulögð og jarðsungin um þær mundir sem heftið kom út. Að kvöldi kistulagningardagsins var vitnað í Mannlífsgreinina í fréttum Sjónvarpsins, og þess getið að konan sem skrifaði hana væri látin og hefði fallið fyrir eigin hendi.

Kærandi lýsir í kærubréfinu málsatvikum, og rekur samskipti sín við annlíf og jónvarpið. Sjálf kæra hans hljóðar svo:

Kærandi telur að með umfjöllun sinni hafi bæði ritstjóri annlífs og fréttastofa RÚV gerst brotleg við 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands þar sem kveðið er á um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Jafnframt að hann forðist allt, sem valdið geti saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Kærandi telur að ákvörðun ritstjóra annlífs að birta frásögn konunnar án þess að ráðfæra sig við fagfólk um andlegt ástand konunnar beri ekki vott um vandaða upplýsingaöflun. Þetta sé sérstaklega mikilvægt í ljósi þeirra alvarlegu ásakana sem koma fram í greininni, sem ekki beinast aðeins gegn meintum geranda, heldur einnig að nánum aðstandendum eins og t. d. foreldrum. Þá telur kærandi að með því að sýna ekki þá tillitssemi að seinka dreifingu blaðsins um einhvern tíma, sé enn aukið á þau særindi sem aðstandendur urðu fyrir vegna greinarinnar.

Kærandi telur að ákvörðun fréttastofu RÚV að birta frétt þar sem vitnað er orðrétt í frásögn konunnar, sé einnig brot á 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins. Í þessu samhengi leggur kærandi sérstaka áherslu á að fréttamanni var kunnugt um að konan var nýlega látin, eins og fram kemur í fréttinni, og að hún hafi fallið fyrir eigin hendi. Jafnframt telur kærandi það ósmekklegt hvernig setning er tekin samhengislaust úr frásögn tímaritsins og tengd beint við viðtal við fulltrúa tígamóta um ábyrgð foreldra að trúa börnum sínum.

Í greinargerð Elínar Hirst, fréttastjóra jónvarpsins, til siðanefndar, frá 2. apríl 2003, er kannast við að fréttastofan hafi brotið gegn 3. grein siðareglna blaðamanna. Elín segir:

Í svo viðkvæmu og vandasömu máli hefði átt að fara fram óháð upplýsingaöflun á vegum fréttastofunnar og hin ritstjórnarlega ákvörðun um birtingu fréttarinnar hefði átt að byggja á þeim upplýsingum. Ónóg upplýsingaöflun varð þess einnig valdandi að fréttastofunni var ekki kunnugt um að unga konan hefði verið kistulögð sama dag og fréttin birtist í jónvarpinu.

Undirrituð skrifaði foreldum stúlkunnar afsökunarbréf í janúar og ræddi einnig við föður hennar í síma. Þá hef ég boðist til þess af hálfu fréttastofunnar í samtali við kæranda ... að fréttastofan biðjist opinberlega afsökunar á umræddri frétt enda stendur engin deila um það milli aðila að vinnubrögð af þessu tagi eru brot á siðareglum. Ég vil að lokum ítreka að ég lýsi fullri ábyrgð á hendur mér sem fréttastjóri jónvarpsins í þessu máli og vona að ég, sem og aðrir starfsmenn fréttastofunnar, megi draga lærdóm af því.

Eins og fram er komið hefur Gerður Kristný Guðjónsdóttir, ritstjóri Mannlífs, sent siðanefnd tvær greinargerðir í þessu máli, dagsettar 30. mars og 31. maí 2003. Í hinni fyrri bregst hún við kærubréfinu, og í hinni síðari við svari kæranda við fyrri greinargerð hennar og fáeinum spurningum sem siðanefnd sendi henni til Frakklands 29. apríl 2003. purningarnar vörðuðu einkum þau tvö meginatriði kærunnar sem snúa að annlífi: útgáfutíma heftisins og það að tímaritið birti greinina „án þess að ráðfæra sig við fagfólk um andlegt ástand konunnar" eins og segir í kærunni.

Siðanefnd spurði:

Finnst Mannlífi ekkert athugavert við útgáfutíma greinarinnar? Hvað segir tímaritið um það sjónarmið að útgáfutíminn valdi því að lítið verði úr nafnleyndinni? Hefði ekki verið hægt að fresta birtingu greinarinnar eða útkomu heftisins fram yfir jarðarför?

Þessu svarar Gerður Kristný sem hér segir:

Rétt er að taka fram og ítreka að aldrei kom beiðni eða ósk frá aðstandendum konunnar að fresta dreifingu blaðsins, eftir að andlát hennar bar að höndum. Það hefði heldur ekki verið hægt þar sem búið var að dreifa blaðinu til áskrifenda og það því formlega komið út, þótt ekki væri búið að dreifa því á blaðsölustaði. Þá er og vert að vekja athygli á því að útgáfutími blaðsins getur ekki verið sjálfstætt álitamál fyrir siðanefnd. Ábyrgðarmaður annlífs birti ekki nafn greinarhöfundar og vart var hægt að þekkja hana af þeim myndum sem með greininni birtust. Hugleiðingar um að nafnbirting hafi allt að einu farið fram vegna þess að greinarhöfundur féll frá á sama tíma og blaðið kom út eru óraunhæfar í lögfræðilegu tilliti, vegna þess að ábyrgðarmaður gat auðvitað ekki séð það fyrir.

Sem fyrr er sagt kom geðlæknir á fund siðanefndar 14. apríl 2003. Hann rakti þar viðhorf sín og annarra lækna og hjúkrunarfræðinga, bæði á sjúkrahúsi og utan þess, til siðferðisvandans sem hér er við að etja. Kjarni þess máls kemur fram í svohljóðandi spurningu siðanefndar til Gerðar Kristnýjar frá 29. apríl:

Siðanefnd hefur ráðfært sig við geðlækna sem segjast mundu hafa ráðið eindregið frá því að sjúklingur birti slíka grein í sjúkdómsferlinu. Ekki vegna þess að hann væri líklegur til að fara rangt með, heldur vegna hins að veikur maður geti átt erfitt með (a) að átta sig á hugsanlegum afleiðingum birtingarinnar og (b) að takast á við þessar afleiðingar þegar á hólminn er komið. Hefur annlíf eitthvað um þetta sjónarmið að segja?

Svar Gerðar Kristnýjar við þessari spurningu er tekið upp í heilu lagi í umfjöllunarkafla þessa úrskurðar hér á eftir.

Í greinargerðum málsaðilja er vikið að öðrum atriðum en þeim sem nú eru rakin, bæði að samskiptum kæranda og kærðu og eins að högum höfundar „Hann átti að gæta mín" og fjölskyldu hans. En þessi atriði snerta ekki meginefni kærunnar og teljast því ekki til málavaxta.

Umfjöllun

Mannlíf er annars vegar kært fyrir að seinka ekki útkomu janúarheftis tímaritsins um einhvern tíma, og hins vegar fyrir að hafa ekkert samráð haft við „geðlækni, sálfræðing eða þá aðila sem hafa haft þessa ungu konu til meðferðar" eins og segir í kærubréfinu. Hvort tveggja er talið varða við 3. grein siðareglna sem hljóðar svo:

Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Um útkomutímann segir Gerður Kristný meðal annars að dreifing heftisins til áskrifenda hafi verið afstaðin þegar andlát greinarhöfundar bar að höndum „og það því formlega komið út". Og hún telur annlíf enga ábyrgð bera á því að vegna andlátsins hafi nafnleynd að einhverju leyti brugðist, enda hafi þau atvik verið ófyrirsjáanleg.

Siðanefnd sér ekki ástæðu til að rýna í einstök atriði um prentun og dreifingu þessa heftis af annlífi. Þess má þó geta að teinar J. Lúðvíksson, útgáfustjóri Fróða sem gefur annlíf út, hefur í samtali við Jóhannes Tómasson siðanefndarmann staðfest frásögn Gerðar Kristnýjar um þessi atriði. En með því að leiða þau hjá sér er siðanefnd ekki að fallast á það sjónarmið annlífs að „útgáfutími blaðsins geti ekki verið sjálfstætt álitamál fyrir siðanefnd".

Jafnvel þótt engin leið hefði verið, af tillitssemi við aðstandendur hinnar látnu, að fresta birtingu greinarinnar, og jafnvel þótt brigði á nafnleyndinni hefðu verið ófyrirsjáanleg með öllu, hefði tímaritið til dæmis getað brugðist við áður en lauk með einhverjum sambærilegum hætti við þann sem fréttastofa jónvarps hafði á. Fréttastjóri jónvarps skrifaði foreldrum greinarhöfundar afsökunarbréf, og bauð síðan kæranda að biðjast opinberlega afsökunar. Hér vantar á að annlíf hafi sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli.

Í greinargerð sinni frá 30. mars segir Gerður Kristný:

Kærandi finnur að því að ekki hafi verið haft samband við lækna konunnar í tengslum við greinina. Það hefði mér þótt mikið virðingarleysi við hana ...

Hér hefur hún ef til vill það í huga sem hún víkur að í öðru samhengi í síðari greinargerð sinni frá 31. maí: „Sjúkleiki sviptir fólk ekki rétti til að tjá sig og erfitt er að sjá að fólk sem haldið er geðveiki hafi þar minni rétt en t.d. þeir sem haldnir eru hjartasjúkdómi eða krabbameini."

Í greinargerðinni frá 31. maí segir hún annað en 30. mars um samráð við lækna. Þetta er svar hennar við áðurgreindri spurningu siðanefndar um sjónarmið geðlæknanna sem nefndin innti álits:

Slíkt var ekki gert, þar sem vitað er að læknar gefa ekki þriðja aðila slíka umsögn. Þeir eru bundnir þagnarskyldu og það er brot á siðareglum þeirra að fjalla um mál einstakra sjúklinga. Það eina sem læknar greinarhöfundar hefðu því getað upplýst um var hugsanleg áhrif birtingar greinarinnar á sjúklinginn. Í þeim efnum vegast hins vegar á hagsmunir greinarhöfundarins og sú sannfæring ábyrgðarmanns annlífs að efnið ætti erindi við lesendur blaðsins og væri framlag í umræðu um kynferðislega misnotkun og alvarlegar afleiðingar slíks athæfis.

Hér fellst Gerður Kristný á að læknar sjúklingsins hefðu getað greint henni frá hugsanlegum áhrifum birtingar á hann. Það hefðu aðrir geðlæknar, eins og þeir sem siðanefnd ráðfærði sig við, getað gert líka. líkt samráð við lækna þegar fjallað er um mikilsverð málefni sjúklings skerðir í engu réttindi sjúklingsins, þar á meðal fyllsta rétt hans til að segja sögu sína opinberlega. Samráðið er ekki virðingarleysi við sjúklinginn, heldur sýnir það umhyggju fyrir honum. Og ef læknarnir sem annlíf hefði getað leitað til hefðu ráðið frá birtingu frásagnarinnar í sjálfu sjúkdómsferlinu, og tímaritið farið að ráði þeirra, hefði frásögnin getað birst síðar og þjónað tilgangi sínum sem „framlag í umræðu um kynferðislega misnotkun og alvarlegar afleiðingar slíks athæfis". annlíf virðist ekki hafa leitt hugann að þessum hliðum á málinu. Hér vantar mikið á að tímaritið hafi sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli.

Siðanefnd telur ekki þörf á að fjalla um þátt fréttastofu Sjónvarps í þessu máli umfram það sem Elín Hirst gerir sjálf í greinargerð sinni.

Úrskurður

Gerður Kristný Guðjónsdóttir telst hafa brotið gegn 3. grein siðareglna. Brotið er mjög alvarlegt. Elín Hirst hefur kannast við brot fréttastofu Sjónvarps á sömu grein og beðist afsökunar á því. Siðanefnd áfellist hana ekki frekar.

Reykjavík 10. júní 2003

Þorsteinn Gylfason, Hjörtur Gíslason, Sigurveig Jónsdóttir, Hreinn Pálsson, Jóhannes Tómasson