- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Heimir Karlsson
Kærði: Ritstjórar eða ábyrgðarmenn DV.
Kæruefni: Texti og uppsetning á forsíðu Helgarblaðs DV 14. ágúst 1999 vegna greinar í blaðinu um ráðgerða sölu á varningi frá World Wide Waves.
Laugardaginn 14. ágúst 1999 birtist í helgarblaði DV löng grein (fréttaljós) eftir tefán Ásgrímsson um ráðagerðir nokkurra manna, þar á meðal Heimis Karlssonar og Einars ilhjálmssonar, um að hefja „netsölu" (fjölþrepasölu, píramítasölu) á svonefndum Waves-úða í brúsum, en úðinn var sagður heilsubætandi. Fyrirsögn greinarinnar var „Gróðadraumur sem brást". Greininni fylgdu stutt rammaviðtöl við Einar ilhjálmsson og Heimi Karlsson.
Á forsíðu Helgarblaðsins þennan dag var greinin kynnt með stórum myndum af þeim Einari og Heimi, meginfyrirsögninni „Gerðu út á græðgi" og undirfyrirsögninni „Waves-bylgjan sem þeir Heimir Karlsson og Einar ilhjálmsson fullyrtu að mundi gera fjölda Íslendinga ríka hefur nú fjarað út."
Heimir Karlsson kærir ekki grein tefán Ásgrímssonar né viðtölin við þá Einar ilhjálmsson, heldur einungis texta (fyrirsagnirnar tvær) og uppsetningu á forsíðu blaðsins. Þetta staðfesti hann í skeyti til formanns siðanefndar 27. september 1999. Kæruatriðin eru tvö. Annað er undirfyrirsögnin „Waves-bylgjan sem þeir Heimir Karlsson og Einar ilhjálmsson fullyrtu að mundi gera fjölda Íslendinga ríka hefur nú fjarað út." Um hana segir kærandi:
Hér er ljóst að DV leggur undirrituðum ekki aðeins orð í munn, heldur fullyrtu að kærandi hafi fullyrt að fjöldi Íslendinga yrði ríkur með fjárfestingu í erlendu fyrirtæki. Undirritaður hefur aldrei undir neinum kringumstæðum látið fram fullyrðingar [af] þessu tagi.
Síðara kæruatriðið er uppsetning forsíðunnar þar sem birt var stór forsíðumynd af undirrituðum við hlið fyrirsagnar „Gerðu út á græðgi" þar sem DV á í raun og veru við eigendur hins bandaríska fyrirtækis Waves...
Undirritaður ... telur að með umræddri uppsetningu sé verið að tengja hann óprúttnum viðskiptum og viðskiptaklúðri og því skaðar DV mannorð hans alvarlega með þessu.
Svör Óla Björns Kárasonar við kæru Heimis eru í fæstum orðum þessi:
Fyrirsögn og undirfyrirsögn á forsíðu DV er í samræmi við efnisinnihald og niðurstöðu fréttaljóss blaðsins, sem eins og áður segir, Heimir Karlsson gerir ekki athugasemdir við.
Síðan vitnar hann í greinina (fréttaljósið) þessu til staðfestingar. Þar segir meðal annars frá fjölmennum fundi í Háskólabíó þar sem þeir Heimir Karlsson og Birgir iðar Halldórsson lofsungu framleiðsluvörurnar [Waves-úðann] og þá tekjumöguleika og heilsubót sem af þessum efnum mundi hljótast. „Þessi staðhæfing stendur óhögguð," segir Óli Björn.
Siðanefnd fellst á vörn Óla Björns Kárasonar í þessu máli. Kærandi hefur ekki mótmælt þeirri frásögn DV að hann hafi ásamt öðrum vakið vonir um vænan söluhagnað af Waves-úðabrúsum hjá allstórum hópi fólks. Undirfyrirsögnin er því naumast villandi. Kærandi getur ekki með góðu móti haldið því fram, eins og hann gerir í kæru sinni, að meginfyrirsögnin „Gerðu út á græðgi" hefði að réttu lagi átt að beinast að hinum bandarísku eigendum Waves, en ekki að honum.
Af greininni og viðtalinu við hann má ráða að hann hafi haft náið samstarf við þessa eigendur vestan hafs og austan, og verið meðal skipuleggjenda áðurnefnds fundar í Háskólabíói og einn af frumkvöðlum þessa fyrirtækis hér á landi. Í öðrum gögnum málsins kemur fram að hann átti nokkra aðild að stofnun hlutafélagsins Ísaldna sem ætlað var að taka við öllum rekstri World Wide Waves á Íslandi. Ummæli eins og í fyrirsögninni virðast eiga jafnt við um alla aðila að svo nánu samstarfi.
Ritstjórar DV teljast ekki hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands.
Reykjavík, 18. október 1999
Þorsteinn Gylfason, Sigurveig Jónsdóttir, Guðjón Arngrímsson, Hreinn Pálsson, Sigurður G. Guðjónsson