Mál 4/1999-2000

Kærandi: Árni Gunnarsson
Kærði: Ritstjórar, ábyrgðarmenn og Gylfi Kristjánsson, umsjónarmaður dálksins „Sandkorn" í dagblaðinu DV.
Kæruefni: Skrif í Sandkorn DV 27. desember s.l. undir fyrirsögninni „Fékk líka vinnu". Málið var kært með bréfi dagsettu 21. febrúar 2000 og var það tekið fyrir á fundum nefndarinnar 9.3. og 16.3.

Málavextir

Hinn 27. desember s.l. birtist í dagblaðinu DV fastur dálkur „Sandkorn" annað af tveimur kornum dálksins hafði fyrirsögnina „Fékk líka vinnu" og er þar vikið að því að eiginkona Árna Gunnarssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra, hafi fengið nýja vinnu eða eins og segir í sandkorninu: „Vinnumálastofnun réð ráðgjafa að væðisvinnumiðlun á Norðurlandi vestra á Blönduósi sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Hjá innumálastofnun höfðu menn hins vegar ekki þann hátt að auglýsa þessa opinberu stöðu heldur réðu eiginkonu ... Árna Gunnarssonar, og hefur hún aðsetur á Sauðárkróki hjá karli sínum. Já, þeir hugsa um sína, framsóknarmennirnir. "

Kærandi hafði samband við ritstjóra blaðsins, Óla Björn Kárason, og óskaði eftir leiðréttingu á meintum ósannindum kornsins en staðreynd málsins er sú, að sögn kæranda, að staðan var auglýst í janúar 2000 og í hana ráðið snemma í febrúar. Óla Birni er, í varnarbréfi sínu, óskiljanlegt á hvaða grundvelli iðanefnd geti ávítað DV vegna sandkornsins og fer fram á að málinu verði vísað frá þar sem löng hefð sé fyrir svipuðum dálkum, innlendum og erlendum.

Kærandi leitar leiðréttingar hjá Siðanefnd þar sem DV hefur hafnað leiðréttingarbeiðni hans.

Umfjöllun

Hafnað er kröfu ritstjóra DV um að vísa málinu frá. krif í smádálkum falla undir blaðamennsku þó svo að þeir séu því marki brenndir að byggjast á slúðri og sögusögnum en ekki af faglegum vinnubrögðum blaðamennsku.

Siðanefnd hefur áður (22.10. 1985, 13.6. 1992 og 1.2. 1999) fjallað um hliðstæð kæruefni. Í úrskurðinum frá 1985 segir: „Svo sem kunnugt er, birtast í blöðum ritsmíðar í föstum „smádálkum", og er efni þeirra af ýmsu tagi og ritsmíðarnar að jafnaði nafnlausar eða undir dulnefni. Það er sameiginlegt merki margra þessara „smádálka", að þeir eru oft nokkuð litaðir og varla alltaf ætlast til, að efni þeirra sé tekið of bókstaflega, og stundum er hyllst til að ljá þeim undiröldu háðs, hártogunar, ýkju, fyndni o.s.frv." Þó svo að dálkurinn andkorn sé í umsjón nafngreinds blaðamanns hefur hann sum ofangreind einkenni smádálka auk þess sem hin kærðu skrif litast af slúðri.

Ljóst er af umgjörð dálksins andkorns að þar er ekki sett fram vönduð rannsóknarblaðamennska, enda fellur dálkurinn fremur undir slúður en fréttir. egna ramma og hefða smádálka er stétt blaðamanna ekki vanvirða af umræddum skrifum, sbr. 1. grein siðareglna. Með vísan til þess sem áður hefur verið sagt um smádálka, eins og Sandkorn, telst 3. grein siðareglna heldur ekki hafa verið brotin með hinum kærðu skrifum enda fela þau í sér, samkvæmt gögnum málsins, þó nokkurn sannleika.

Úrskurður

Skrif í Sandkorn DV teljast ekki hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands.

Reykjavík, 17. mars 2000

Hjörtur Gíslason, Sigurveig Jónsdóttir, Guðjón Arngrímsson, Hreinn Pálsson, Sigurður G.Guðjónsson