Mál nr. 1/2005-2006

Kærandi: Theódór Skúli Sigurðsson
Kærðu: Ritstjórn DV
Kæruefni: Nafn- og myndbirting í fréttum um hermannaveikina

Kæran barst siðanefnd í bréfi dags. 1. júní 2005. eð henni fylgdi umboð þar sem sá sem fréttin fjallaði um veitir kæranda fullt umboð til að annast sín mál vegna umfjöllunar DV. álið var tekið fyrir á fundum siðanefndar 13. júní, 15. og 18. ágúst. jónarmið ritstjórnar DV bárust í bréfi dags. 27. júní 2005. egna sumarleyfa siðanefndarmanna tafðist afgreiðsla málsins.

Málavextir

26. maí 2005 birtist forsíðufrétt í DV þar sem sagt var frá því að starfsmaður Landspítala væri á gjörgæslu vegna hermannaveiki sem hann hefði veikst af á Ítalíu. Birt var mynd af honum bæði á forsíðu og inni í blaðinu þar sem einnig var birt nafn hans og konu hans. Fleiri fréttir af veikindunum fylgdu í kjölfarið næstu daga. 27. maí var birt mynd af forsíðunni frá deginum áður og 30. maí var enn birt mynd af sjúklingnum og nafn hans.

Sonur mannsins kærði þessa umfjöllun til siðanefndar hinn 1. júní sem brot á 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Í kærunni sagði að sjúklingurinn væri enn þungt haldinn, í öndunarvél og ekki úr lífshættu. Um svipað leyti kom upp faraldur hermannaveiki í Noregi sem mikið var fjallað um í fjölmiðlum. Kærandi segir því aðeins hafa verið tímaspursmál hvenær fjallað yrði um mál föður sins í fjölmiðlum, enda hafi svo farið. Fjölmiðlar hafi farið vel með málið, að DV undanteknu.

Kærandi segir að blaðamaður DV hafi hringt í móður sína eftir að hafa fengið "fréttaskot" með nöfnum foreldra sinna. Henni hafi orðið mjög brugðið en ekki tjáð sig um málið. íðan hafi veikindum föður sins verið slegið upp sem æsifrétt á forsíðu DV og nöfn foreldranna verið birt í heimildarleysi ásamt mynd. Ýjað hafi verið að því að sjúklingurinn hafi veikst innan veggja Landspítalans, við vinnu sína. Þó starfi hann sem skrifstofumaður í sérstakri stjórnsýslubyggingu. Engir sjúklingar hafi því verið útsettir fyrir hermannaveikinni á vinnustað hans.

Fram kemur að reynt hafi verið að ná í Jónas Kristjánsson ritstjóra DV en ekki tekist. Í leiðara ritstjórans 28. maí hafi verið minnst á mál föður kæranda og þar hafi nafn- og myndbirting verið sögð í almannaþágu og túlkar kærandi það þannig að klár ásetningur hafi legið að baki. Í kærunni kemur jafnframt fram að forstjóri Landspítalans hafi gert alvarlega athugasemd við málið á heimasíðu spítalans sem birt hafi verið í orgunblaðinu og Blaðinu og að auki hafi kærandi mótmælt umfjöllun DV í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins laugardaginn 28. maí. ama dag og fyrsta fréttin birtist sendi landlæknir ritstjóra DV bréf þar sem segir að það sé mjög miður að veist skuli vera að sjúklingum á þennan hátt og vonast til blaðið sýni vandamálum þeirra meiri og dýpri skilning í framtíðinni.

Kærandi segir að með þessari umfjöllum hafi Dagblaðið haft sorg fjölskyldu sinnar að féþúfu og um leið aukið mjög á þjáningar fjölskyldunnar sem fyrir hafi átt um sárt að binda. Nafn- og myndbirtingin hafi ekkert haft með almannahagsmuni að gera.

Í svari Einars Þórs veinssonar hdl. fyrir hönd ritstjórnar DV kemur fram sú krafa að málinu verði vísað frá siðanenfd á grundvelli þess að málið sé ekki reifað með nægjanlega skýrum hætti en til vara að siðanefnd komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um brot á siðareglum BÍ að ræða.

Krafan um frávísun byggir á því að auk þess sem málið sé ekki nægilega vel reifað, liggi ekki fyrir afstaða þess manns sem mynd og nafn birtist af og fréttin fjallaði um. Eðli málsins samkvæmt sé enginn annar þess megnugur að taka afstöðu til þess hvort slík birting feli í sér brot gagnvart sér. ú aðild sem lögð sé til grundvallar í 6. gr. siðareglna sé því ekki fyrir hendi. Þá er bent á að í kærunni sé umfjöllun DV talin brjóta gegn stjórnarskrárbundnum rétti um friðhelgi einkalífsins. Það sé ekki hlutverk siðanefndar BÍ að fjalla um það hvort stjórnarskrá lýðveldisins eða reglur um persónuvernd hafi verið brotnar. Loks er það talið tilefni til frávísunar að ekki hafi verið leitað leiðréttingar hjá DV, en í siðareglunum er gerð krafa um að það sé gert áður en kært er.

Varðandi varakröfuna segir í svari kærðu að það sé stefna DV að birta nafn og mynd sem hluta fréttar. Það sé gert í samræmi við alþjóðlegar venjur á sviði prentmiðla og í samræmi við nýsettar siðareglur DV. Að mati ritstjórnar DV eru slíkar upplýsingar frumskilyrði frétta fjölmiðla í upplýstu samfélagi. Í þessu máli hafi hagað svo til að umræddur sjúklingur sé starfsmaður Landsspítala. Eðlilega hafi vinnustaður mannsins verið frétt sem átti erindi við almenning í landinu enda hafi allt eins getað verið að hermannaveiki hefði tekið sér bólfestu í byggingum sjúkrahússins. Því sé mótmælt að það hafi legið fyrir í upphafi að slíku hafi ekki verið til að dreifa. Þegar svo hátti til sé það skylda fjölmiðils að greina rétt og nákvæmt frá staðreyndum, meðal annars með nafni og mynd. Það sé til þess fallið að hindra útbreiðslu kviksagna og rangfærslna í samfélaginu.

Þá segir að ekki hafi verið sýnt fram á neitt sem bendi til þess að 3. gr. siðareglnanna hafi verið brotin. Rétt hafi verið farið með nafn mannsins og rétt mynd birt. Framsetningin hafi verið í eðlilegu samræmi við stefnu ritstjórnar DV varðandi nafn- og myndbirtingar. iðkomandi einstaklingi hafi verið sýnd full virðing í sinni alvarlegu sjúdómslegu.

DV telur sig hafa sýnt viðkomandi einstaklingi skilning og nærgætni í allri sinni umfjöllun. um veikindi séu hins vegar þess eðlis að fréttir af þeim og því hverjir hafi fengið ákveðna sjúkdóma séu eðlilegar.

Umfjöllun

Siðanefnd telur kæranda eiga aðild að máli þessu sem náinn ættingi og þar með einn þeirra sem málið snertir, auk þess sem hann hefur umboð sjúklingsins til að kæra það. Nefndin telur koma skýrt fram í kærunni að hún beinist að nafn- og myndbirtingu og að ekki sé ástæða til að krefjast þess að óskað hafi verið leiðréttingar. Ekki verður séð hvernig hægt sé að leiðrétta nafn- og myndbirtingar. Ekki verður því orðið við kröfu kærðu um frávísun.

Siðanefnd telur að meginatriði þessa máls sé það að nafn sjúklings hafi verið birt í heimildarleysi ásamt mynd af honum. álavextir benda ekki til að neina nauðsyn hafi borið til að almenningur vissi hver sjúklingurinn væri né hvernig hann liti út.

3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands kveður skýrt á um að blaðamaður skuli forðast allt það sem gæti valdið saklausu fólki, eða fólki sem eigi um sárt að binda óþarfa sársauka eða vanvirðu. Á það jafnt við um texta og myndir. iðanefnd telur einsýnt að þess hafi ekki verið gætt í þessu máli. eð efnistökum sínum mátti ritstjórn DV vita að aukið væri á þjáningar sjúklingsins og aðstandenda hans. Almennt telur siðanefnd að gæta þurfi sérstakrar varkárni í umfjöllun um sjúklinga og að virða beri einkalíf þeirra.

Úrskurður

Ritstjórn DV telst hafa brotið gegn 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Brotið er mjög alvarlegt.

Reykjavík 18. ágúst 2005

Hjörtur Gíslason; Brynhildur Ólafsdóttir; Jóhannes Tómasson; alvör Nordal; Sigurveig Jónsdóttir