Mál nr. 1/2006-2007

Kærandi: Andrés Bertelsen
Kærði: NFS
Kæruefni: Fréttaflutningur NFS af bruna um borð í togaranum Akureyrinni 27. maí 2006

Málsmeðferð:

Bréf kæranda frá 20. júní var sent siðanefnd Blaðamannafélagsins sem ræddi málið á fundum sínum 5. og 11. september. Áður en kæran var tekin fyrir formlega á fundi óskaði formaður í samráði við nefndarmenn eftir viðbrögðum forráðamanna NFS sem bárust fyrir fundinn 5. september með bréfi dags. 14. júlí.

Málavextir:

Laugardaginn 27. maí, laust fyrir kl. 15, kemur upp eldur í Akureyrinni þar sem togarinn er að veiðum vestur af Látrabjargi. Ljósvaka- og netmiðlar flytja fréttir af eldsvoða þetta sama síðdegi. Í frétt NFS af atburðinum kl. 18.30 er upplýst að tveir menn hafi látist af völdum eldsvoðans. Landhelgisgæslan skýrir frá atburðunum á fréttamannafundi kl. 19 sem sendur er út á NFS og RÚV og þar kemur fram að tveir menn hafi farist.

Kærandi er faðir annars mannanna sem fórust en annar sonur hans var einnig í áhöfninni. Í kærunni kveðst hann hafa horft á kvöldfréttatíma NFS umræddan dag þar sem fram kom að tveir menn hefðu farist. egir hann það fyrsta sem hann heyri af dauðsföllum. ,,Ég hringdi þegar í móður drengjanna sem býr norður á Akureyri, en við búum ekki lengur saman. Þá var sóknarpresturinn í Glerárkirkju nýfarinn frá henni eftir að hafa tilkynnt að annar sonur okkar hefði farist í eldsvoðanum. Erfiðlega hafði gengið að ná í hana og ekkert verið reynt að ná í mig til að tilkynna mér um slysið," segir hann í bréfi sínu til siðanefndar.

Kærandi kvaðst hafa hringt í NFS og rætt við Róbert arshall, forstöðumann stöðvarinnar, og krafist skýringa. Róbert hefði svarað að hann hefði heyrt fréttamanninn ræða við prestinn á Akureyri og fengið leyfi hjá honum til að fara með fréttina. Kærandi hafði samband við prestinn, Arnald Bárðarson, sem fullyrti við hann að hann hefði ekki gefið NFS slíkt leyfi. Kvaðst faðirinn aftur hafa rætt við Róbert arshall sem endurtekið hefði fyrri svör.

Kærandi telur NFS hafa brotið siðareglur BÍ, einkum 3. greinina, sem kveði á um að blaðamaður sýni fyllstu tillitsemi í vandasömum málum og forðist allt sem geti valdið saklausu fólki eða fólki sem eigi um sárt að binda óþarfa sársauka eða vanvirðu. Hann telur það lágmarkskröfu að tryggt sé að náðst hafi í nánustu aðstandendur áður en frétt sem þessi er send út. Blaðamannafundur Landhelgisgæslunnar kl. 19 breyti engu um gjörðir NFS.

Í svari kærða segir Þórir Guðmundsson, varafréttstjóri NFS, að hann sem vaktstjóri hafi ákveðið að ekki skyldi segja frá dauðsföllunum fyrr en boð bærust frá viðkomandi presti eða forstjóra amherja um að ættingjar hefðu verið látnir vita. Hefði sr. Arnaldur flutt fréttamanni þau boð rétt fyrir aðalfréttatíma NFS kl. 18.30. ,,Arnaldur staðfesti síðan við undirritaðan, við undirbúning á þessu svari, að hann hefði látið fréttamann vita að búið væri að ná til aðstandenda. istök hefðu valdið því að ekki hefði verið búið að ræða við föðurinn," segir í svari Þóris Guðmundssonar vaktstjóra. ,,NFS vissi því ekki á þessum tíma, og gat ekki vitað, að ekki hefði verið rætt við föðurinn," segir einnig. ,,Rétt er að taka fram að ekki var um nafnbirtingu að ræða. Ákvörðun NFS um að segja ekki frétt af dauðsföllum af völdum eldsins, fyrr en í kvöldfréttunum að uppfylltum framangreindum skilyrðum, helgaðist af þeirri staðreynd að um var að ræða togara með fámennri (18 manna) áhöfn."

Umfjöllun:

Vegna sumarleyfa tók siðanefnd tók málið fyrst fyrir á fundi 5. september en síðan 11. september. kömmu eftir að kæran barst óskaði formaður nefndarinnar að kærða yrði kynnt kæruefnið og óskað álits hans og hafði skrifstofa BÍ milligöngu um það.

Nefndin ræddi málið á fundi sínum 5. september og var ákveðið að heyra sjónarmið prestsins. Í samtali við fulltrúa siðanefndar sagðist Arnaldur hafa látið NFS vita að haft hefði verið samband við ættingja. Þar sem foreldrar mannsins sem fórst byggju ekki saman hefði hann falið öðrum að ræða við föðurinn en hann sjálfur séð um ættingja hans nyrðra. Þá upplýsti hann að nafn föðurins hefði ekki verið á lista útgerðarinnar yfir þá ættingja sem hafa skyldi samband við ef vá bæri að höndum. álið var síðan rætt aftur á fundi siðanefndar 11. september.

Ljóst er að hér hefur atburðarás verið mjög hröð. Fréttir af slysinu berast fljótt og ljóst er einnig að alvarlegt slys er á ferð. Ljósvakamiðlar segja frá eldsvoðanum og björgunaraðgerðum og nefna skipið. Fljótlega er vitað að mannskaði hefur orðið. Um leið leita fjölmiðlar eftir því hvort unnt sé að greina frá manntjóni. Líta verður svo á að NFS hafi talið sér óhætt að greina frá manntjóni þar sem prestur var í sambandi við ættingja og greint frá því að tekist hefði að ná í þá þótt í ljós hefði komið síðar að faðrinn var ekki þar á meðal. NFS telst því ekki hafa brotið siðareglur.

Úrskurður:

Fréttastofa NFS telst ekki hafa brotið siðareglur BÍ.

Reykjavík 11. september 2006

Kristinn Hallgrímsson, Hjörtur Gíslason, alvör Nordal, Valgerður Jóhannsdóttir, Jóhannes Tómasson