- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Einar Þór Gunnlaugsson
Kærðu: Ásgrímur Sverrisson ritstjóri og Björn Br. Björnsson ábyrgðarmaður Lands & sona, blaðs íslenskra kvikmyndagerðarmanna
Kæruefni: Grein í 38. tölublaði Lands og sona, mars-júní 2003
Kæran barst siðanefnd í bréfi dags. 6. ágúst 2003. álið var tekið fyrir á fundum siðanefndar 1. og 8. september.
Kærð grein var umfjöllun um stöðuna í íslenska kvikmyndageiranum og horfurnar framundan. Nokkrar spurningar um þetta efni voru lagðar fyrir fjölmarga aðila sem starfa á þessum vettvangi og vann Ásgrímur verrisson grein upp úr svörum þeirra. Kærandi var einn þeirra sem leitað var til og sendi hann svör sín með tölvupósti. Hluti af svörunum var notaður í greininni. Kærandi telur að birta hafi átt öll svörin en Ásgrímur tjáði honum að svör allra hafi verið stytt vegna þrengsla í blaðinu. Kærandi segist hafa óskað eftir frekari skýringum ábyrgðarmanns blaðsins og jafnframt að svar við síðustu spurningunni yrði birt í næsta tölublaði. ildi hann að beðist yrði velvirðingar á vinnubrögðunum. Kærandi segir að svar hafi ekki borist og ritstjórinn hafi neitað að verða við tilmælunum. Hins vegar hafi hann boðið kæranda að fjalla um málið í blaðinu.
Siðanefnd skoðaði hina kærðu umfjöllun en telur að ekki séu efni til að fjalla efnislega um málið þar sem kærandi hafi fengið boð um að koma skoðunum sínum á framfæri í blaðinu.
Málinu er vísað frá.
Reykjavík 8. september 2003
Kristinn Hallgrímsson, Hjörtur Gíslason, Hreinn Pálsson, Sigurveig Jónsdóttir, Örn Valdimarsson