Réttindamál

Þekktu rétt þinn! 

Höfundarréttur .  Blaðamenn eiga óskorraðan höfundarrétt að sínum verkum.  Sérstakir höfundarréttarsamningar hafa verið gerðir á mörgum ritstjórnum, sem tryggja greiðslur fyrir framsal á höfundarrétti.   

Orlof.  Fyrir fjögur ár í starfi eiga blaðamenn 24 daga í sumarorlof á ári.  Eftir fjögur ár fjölgar dögum í 27 jafnframt því sem heimilt er að geyma 5 daga og taka 10 að vetri, samanlagt 32 dagar í sumar- og vetrarorlof.  Dögunum fjölgar í 29 (34) eftir 10 ár og 30 (35) eftir 18 ár.

3ja mánaða frí.   Allir blaðamenn eiga rétt á 3ja mánaða leyfi að meðtöldu sumarleyfi eftir 5 ár í starfi og aftur eftir 10 ár og síðan á fjögurra fresti upp frá því.

Veikindaréttur.   Veikindaréttur fastráðins blaðamanns er að lágmarki þrír mánuðir á fullum launum og þrír mánuðir á hálfum launum.  Styrktarsjóður BÍ greiðir sjúkradagpeninga þar til viðbótar í allt að eitt ár. 

Tryggingar.   Allir blaðamenn eru slysa- og líftryggðir í vinnu og í frítíma.  Atvinnurekanda ber að sjá til þess .     Tryggingabætur vegna andláts fara eftir fjölskylduaðstæðum og geta numið 6-12 milljónum þegar um fjölskyldumann er að ræða með börn. 

Lífeyrisiðgjöld.   Blaða- og fréttamenn greiða til Lífeyrissjóðs verslunarmanna 4% af heildarlaunum.  Til viðbótar greiðir atvinnurekandi 11,5% af heildarlaunum, þannig að samanlagt lífeyrissjóðsframlag er 15,5%.*

Séreignasjóður .  Blaða- og fréttmenn geta greitt allt að 4% af heildarlaunum í séreignasjóð án þess að af því sé tekinn skattur.  Atvinnurekandi greiðir 2% mótframlag gegn að lágmarki 2% framlagi launamanns.