Ásgeir Ingólfsson (1934-2001)

Ásgeir fæddist í Reykjavík 26. júlí. Hann var sonur hjónanna Ingólfs Árnasonar stórkaupmanns og Önnu Ásgeirsdóttur.

Ásgeir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1954 og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1960. Hann starfaði sem blaðamaður á dagblaðinu Vísi 1960-1961, á Morgunblaðinu til 1967, sem fréttamaður og þulur á fréttastofu Sjónvarps 1967-1971 og á fréttastofu Útvarps frá 1973-1975. Árið 1987 gerðist hann þýðandi hjá Íslenska útvarpsfélaginu og starfaði þar til dauðadags.
Ásgeir var mikill laxveiðimaður og skrifaði bækur um laxveiðar, m.a. kunna bók um Elliðaárnar.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/584933/