Björn Blöndal(1921-1995)

Í drögum að blaðamannatali er umsóknareyðublað um upptöku í Blaðamannafélag Íslands með nafni og mynd af Birni Blöndal. Þetta bendir til að hann hafi fengið inngöngu í félagið þótt engar aðrar upplýsingar séu um hann. Hér mun um að ræða Björn Auðunn Haraldsson Blöndal. Í minningargreinum um hann er blaðamannsferils hans að engu getið en samkvæmt fundargerð BÍ er hann blaðamaður við Alþýðublaðið, þegar hann er samþykktur í félagið, sennilega strax eftir stúdentspróf, en lagði síðan starfið ekki fyrir sig og var hann titlaður verslunarmaður. Í eftirmælum í Morgunblaðinu segir Steingrímur St. Th. Sigurðsson, blaðamaður og rithöfundur, um Björn: „Hann var aristókrat fram í fingurgóma, vel kynjaður með vestfirzk ívaf. Móðirin ættuð úr Djúpinu, stórglæsileg valkyrja að vestan, faðirinn listamaður, portrett fótógraför frá Eyrarbakka, fínlegur aristó. Björn hafði fengið allt það bezta að erfðum frá báðum foreldrum.