Guðmundur Halldórsson (1941-2000)

Guðmundur Halldórsson fæddist á Akureyri 20. júní. Foreldrar hans voru Halldór Halldórsson, prófessor, og Sigríður Guðmundsdóttir. Guðmundur var í Menntaskólanum í Reykjavík 1957-1960.

Hann hvarf þá til blaðamennskustarfa á Alþýðublaðinu og starfaði þar frá 1960-1967. Hann hóf störf við erlend frétta- og greinaskrif á Morgunblaðinu árið 1967 og vann þar allt til dauðadags. Blaðamennskuferill Guðmundar stóð í rösk 40 ár, þar af var hann á Morgunblaðinu í 33 ár.

 Á þessum tíma fékk hann að upplifa hreint ótrúlegar tækniframfarir í prent- og fjarskiptaheiminum, og skrifaði jöfnum höndum almennar erlendar greinar og fréttaskýringar og erlendar viðskiptafréttir. Vinnubrögðum hans hefur verið lýst svo:

 Önnur ástríða hans voru bresk blöð og blaðamennska. Hann hafði öllum íslenskum blaðamönnum betur tileinkað sér þann ritstíl frétta að hætti þarlendra, að uppbygging hverrar fréttar var þannig að málsgreinar voru stuttar, aðalatriðin fremst, síðan ítarefnið í málsgrein eftir málsgrein og fréttirnar því auðstyttar til að máta inn á blaðsíðurnar án þess að inntak fréttarinnar ætti á hættu að glatast.

Guðmundur Halldórsson og Halldór heitinn Halldórsson blaðamaður og fyrrum ritstjóri voru bræður.

 

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/527416/