Hólmfríður K. Gunnarsdóttir(1939-)

Hólmfríður fæddist 2. maí á Æsustöðum í Langadal, A-Húnavatnssýslu. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958. Hún starfaði síðan að loknu stúdentsprófi sem blaðamaður á Alþýðublaðinu 1958-1963 og sumarið 1964. Hólmfríður sneri sér síðan að kennslu og lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands 1964, BA-prófi frá Háskóla Íslands í sænsku, íslensku og bókasafnsfræðum 1971, en 1979 vatt hún sínu kvæði í kross og útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands. Árið 1997 lauk hún doktorsprófi í heilbrigðisfræðum frá Háskóla Íslands. Eiginmaður Hólmfríðar er Haraldur Ólafsson, fyrrverandi prófessor í mannfræði og blaðamaður.