Jónas Pálsson (1922-2014)

Jónas fæddist 26. nóvember í Beingarði í Hegranesi, Skagafirði. Foreldrar Jónasar voru Páll Björnsson og Guðný Jónasdóttir. Jónas lauk námi frá Samvinnuskólanum og síðar stúdentsprófi frá MA. Að því loknu hélt hann til náms í Skotlandi og nam sálarfræði og mannkynssögu. Heim kominn vann hann við kennslu og einnig blaðamennsku á Tímanum um skeið uns hann fór að sinna starfi sem skólaráðgjafi í Kópavogi. Hann var síðan starfsmaður Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og veitti sálfræðiþjónustu skrifstofunnar forstöðu. Árið 1971 varð hann skólastjóri við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskólans og nokkrum árum síðar varð hann rektor Kennaraháskólans og gegndi því starfi til starfsloka.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/96694/