- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Margrét (Jóhanna) er fædd 1. apríl í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Ástríður Anna Guðmundsdóttir og (Sigurður Gunnar) Hendrik Rasmus. Þau skildu og Anna lést árið 1944. Kjörforeldrar Margrétar eftir það voru móðursystir hennar, Aðalheiður Guðmundsdóttir og maður hennar, Sveinn Einarsson verkfræðingur.
Margrét lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1955 og starfaði fyrst eftir nám við almenn skrifstofustörf áður en hún hóf störf sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu 23 ára að aldri. Hún hefur verið sögð fyrsta ráðning Matthíasar Johannessen sem þá var tiltölulega nýtekinn við sem ritstjóri blaðsins. Margrét starfaði á Morgunblaðinu næsta hálfan annan áratug, lengst af í erlendum fréttum eða þar til hún flutti sig yfir á Ríkisútvarpið 1975. Þar starfaði hún í nokkur ár þartil hún hóf lögfræðinám við Háskóla Íslands. Hún varð þó að hverfa frá námi tímabundið og réðst þá sem fréttamaður í erlendum fréttum hjá Sjónvarpinu sumarið 1982. Þar starfaði hún í nokkur misseri en sneri sér aftur að lögfræðinámi og lauk kandídatsprófi, kom síðan aftur til starfa hjá Sjónvarpinu til vorsins 1987 að hún sneri sér alfarið að lögfræðinni.
Um svipað leyti og Margrét kom til starfa á útvarpinu hóf hún þátttöku í starfi Íslandsdeildar Amnesty International og var formaður hennar
á árunum 1977–1980. Margrét sérhæfði sig síðar í mannréttindamálum, fór til framhaldsnáms í þeim fræðum í Lundi í Svíþjóð og lauk þar meistaranámi í þjóðarétti og alþjóðlegum mannréttindalögum. Hún átti sæti í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands frá stofnun, var þar stjórnarformaður í nokkur ár og síðarframkvæmdastjóri hennar. Hún starfaði um eins árs skeið í Kósovó á vegum UNIFEM (SÞ), en réðst loks sem lektor til Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri haustið 2004 þar sem hún kenndi meira og minna til 75 ára aldurs.
http://reykholar.is/frettir/Bullurnar_i_Harlem_og_naeturklubbarnir_heima/
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=979240