Páll Melsted(1812-1910)

 Páll fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann átti mestan þátt í stofnun Reykjavíkurpóstsins árið 1846, en þá hafði blaðaútgáfa á Íslandi legið í dái frá 1839. Átti Páll þátt í ritstjórn blaðsins tvö fyrstu árin, 1846-48, en gaf einn út síðustu númerin af 3. árinu 1849. Páll var einn helsti frumkvöðull að stofnun Þjóðólfs 1848 og átti þátt í útgáfu fyrstu þriggja áranna af Íslendingi eldra (1860-63) auk þess að vera ritstjóri Víkverja 1873-74. Hann er ásamt seinni konu sinni, Þóru, kunnur fyrir þátt sinn í stofnun  Kvennaskólans í Reykjavík.