Steinar J. Lúðvíksson (1941– )

Steinar Jóhann fæddist 31. september 1941 á Hvammstanga, sonur Ingibjargar Benediktsdóttur og Lúðvíks Jóhannessonar bónda.

 Steinar lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1965. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1965 til 1977, síðan ritstjóri hjá tímaritaútgáfunni Frjálsu framtaki hf. 1977–1880. Hann var útgáfustjóri hjá Erni og Örlygi 1980–1983. Hann varð síðan aðalritstjóri Frjáls framtaks, síðar Fróða hf. á árunum frá 1983 til 2006. Hann hefur síðan starfað sem rithöfundur.

Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þágu íþróttahreyfingarinnar, var m.a. formaður Samtaka íþróttafréttamanna 1977 til 1978 og sat í stjórn Stjörnunnar í Garðabæ 1983 til 1988. Hann var varaformaður Handknattleikssambands Íslands á árunum 1986 til 1989 og í stjórn Afreksmannasjóðs Íþróttasambands Íslands auk fleiri félagsstarfa.

Steinar hefur jafnframt verið afkastamikill rithöfundur. Hann ritaði m.a. Þrautgóðir á raunastund, björgunar- og sjóslysasögu Íslands í níu bindum árunum frá 1969 til 1988 og Fimmtíu flogin ár, atvinnuflugsögu Íslands. Stærst í sniðum af ritverkum Steinars ásamt Þrautgóðum á raunastund er þó Saga Garðabæjar í fjórum bindum  1915. Auk þessara rita hefur Steinar skrifað fjölda bóka um sögu einstakra íþróttagreina á Íslandi auk fleiri bóka tengdum íþróttum. Nýjust bóka hans er Halaveðrið mikla sem kom úr árið 2019 og Brimaldan stríða frá 2020.

Steinar er kvæntur Gullveigu Sæmundsdóttur sem var ritstjóri tímaritsins Nýs lífs til fjölda ára.

https://www.ruv.is/frett/nanast-i-hverjum-rodri-tefldu-menn-i-tvisynu