Vertu með! Óskað eftir tilnefningum í embætti

Á aðalfundi BÍ þann 16. apríl verður kosið í ýmsar stjórnir og nefndir Blaðamannafélags Íslands. Við erum að leita að fólki með brennandi áhuga á starfi félagsins og langar að taka þátt í að efla blaðamennsku og fjölmiðlun og standa vörð um hagsmuni stéttarinnar.

Embætti sem óskað er eftir tilnefningum í eru:

Í stjórn BÍ:

  • Formaður til tveggja ára – (kosinn sérstaklega í rafrænni kosningu. Frestur til að skila inn framboði til formanns er til 2. apríl.)
  • Tveir aðalmenn í stjórn til tveggja ára
  • Aðalmaður í stjórn til eins árs
  • Varamaður í stjórn til eins árs

Í samningaráð:

  • Tveir varamenn

Í siðanefnd:

  • Einn varamaður

Í stjórn Menningar- og orlofshúsasjóðs:

  • Einn varamaður

Í stjórn Styrktarsjóðs:

  • Tveir varamenn

Í kjörnefnd:

  • Þrír fulltrúar

Skoðunarmenn reikninga:

  • Tveir aðalmenn og einn varamaður

Áhugasöm eru hvött til að senda póst á bi@press.is og lýsa áhuga á tilteknum embættum.

Nánari upplýsingar um störf sjóða og nefnda veita formenn stjórna og nefnda. Sjá nánar um skipan stjórna og nefnda á press.is