Fréttir

BÍ skorar á stjórnmálaflokka

BÍ skorar á stjórnmálaflokka

Blaðamannafélag Íslands hefur sent áskorun til stjórnmálaflokkana um að gera það að stefnumáli sínu að tryggja að á Íslandi fái þrifist frjálsir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar og hefur lagt fram 8 tillögur um hvernig bæta má rekstrarumhverfi fjölmiðla.
Lesa meira
BÍ skorar á forsætisráðherra að beita sér fyrir frelsi Assange

BÍ skorar á forsætisráðherra að beita sér fyrir frelsi Assange

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem skorað er á hana og ríkisstjórn hennar að beita sér fyrir því gagnvart bandarískum stjórnvöldum að málsóknin gegn ástralska blaðamanninum Julian Assange verði felld niður.
Lesa meira
Sumarlokun hjá BÍ

Sumarlokun hjá BÍ

Skrifstofa Blaðamannafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 5. júlí til og með 4. ágúst.
Lesa meira
Siðanefnd BÍ: Tveir úrskurðir og ekki brot

Siðanefnd BÍ: Tveir úrskurðir og ekki brot

Siðanefnd BÍ hefur sent frá sér tvo úrskurði í kærumálum, annars vegar gegn Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur á Stundinni og hins vegar gegn Kristínu Örnu Jónsdóttur á Mannlífi.
Lesa meira
Nei, við erum ekki öll fjölmiðlar

Nei, við erum ekki öll fjölmiðlar

Nýjustu uppljóstranir um þær aðferðir sem Samherji beitir í ófrægingarherferð sinni gegn fjölmiðlum og blaðamönnum höfðu eitt jákvætt í för með sér: Þær vöktu upp mikilvæga umræðu um hlutverk fjölmiðla í samfélaginu. Stjórnmálamenn sem hafa tjáð sig af þessu tilefni eru flestir á sama máli: Skæruhernaður stórfyrirtækis gegn fjölmiðlum er fordæmdur og það ber að standa vörð um blaðamennsku sem nauðsynlega forsendu lýðræðisins.
Lesa meira
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna hefur verið hótað eða ógnað

Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna hefur verið hótað eða ógnað

Aðeins rétt liðlega helmingur svarenda í nýlegri könnun rannsóknarhóps í verkefninu WJS (Worlds of Journalism Study) á meðal íslenskra blaða- og fréttamanna, eða 53%, segir að þeim hafi aldrei verið ógnað eða hótað í starfi sínu.
Lesa meira
Frá nýyfirstöðnu málþingi um frelsi fjölmiðla

Fólk óskast í málefnavinnu

Blaðamannafélagið hefur sett á fót málefnahópa og þess að efla faglegt starf, jafnt inn á við í félaginu, sem og út á við. Óskum við hér með eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í því starfi og hvetjum sem flesta til að leggja félaginu lið. Meðal þeirra málefnahópa sem stofnað hefur verið til er ritstjórn press.is, hópur sem vinna á að endurskoðun siðareglna, hópur um viðburði og kynningarmál og loks hópur sem fjallar um framtíð félagsins.
Lesa meira
Frá fundinum í Norræna húsinu í dag.

BÍ: Vill sameiginlegan vettvang til varnar fjölmiðlafrelsi

Blaðamannafélag Íslands hefur leitað eftir því, við góðar undirtektir, við fjölmiðlafyrirtæki að leitast við að skapa sameiginlegan vettvang til að styrkja fjölmiðlafrelsi á Íslandi.
Lesa meira
Streymi á Norrænt málþing um fjölmiðlafrelsi á Íslandi

Streymi á Norrænt málþing um fjölmiðlafrelsi á Íslandi

Hér er hægt að horfa á beina útsendingu af Norrænu málþingi um fjölmiðlafrelsi á Íslandi
Lesa meira
Norrænt málþing um fjölmiðlafrelsi á Íslandi

Norrænt málþing um fjölmiðlafrelsi á Íslandi

Blaðamannafélag Íslands og sendiráð Norðurlandanna á Íslandi standa fyrir málþingi um fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Fjölmiðlafrelsi mælist minna hér en á hinum Norðurlöndunum. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu fjölmiðla hér á landi. Viðburðurinn fer fram á ensku.
Lesa meira