Blaðaljósmyndir ársins 2021

Blaðaljósmyndarafélag Íslands stendur árlega fyrir sýningu á myndum ársins sem valdar eru af óháðri dómnefnd úr öllum innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara.
Sýning á blaðaljósmyndum ársins 2021 verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur kl. 15, laugardaginn 2. apríl. Einnig verða veitt verðlaun fyrir myndir ársins 2021. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna og veitir verðlaun. 
 
Sunnudag 3. apríl kl. 14:00 verður sýningarspjall með Eyþóri Árnasyni ljósmyndara.