Fallinna blaðamanna á Gaza minnst

Kveikt var á kerti á skrifstofum Blaðamannafélags Íslands kl 11:30, líkt og víðar um heim, til minningar þeirra 100 blaðamanna og annarra starfsmanna fjölmiðla sem látist hafa í átökunum á Gaza. 

Samtök blaðamanna í heiminum stóðu fyrir minningarstund í dag, mánudag 5. febrúar kl. 11:30 að íslenskum tíma. BÍ sendi hvatningu til allra blaðamenn um að kveikja á kerti í minningu þeirra kollega okkar sem hafa látið lífið. Aldrei hafa jafn margir blaðamenn látið lífið á jafn skömmum tíma. Slík atlaga að blaðamönnum við störf er stríðsglæpur sem þarf að stöðva umsvifalaust.