Loftslagsnámskeið fyrir blaðamenn

Þátttakendur á loftslagsnámskeiði NJC 2022. Ljósmynd: Sigrún Stefánsdóttir
Þátttakendur á loftslagsnámskeiði NJC 2022. Ljósmynd: Sigrún Stefánsdóttir

Norræni blaðamannaskólinn býður í október upp á vikulangt námskeið fyrir blaðamenn um loftslagsmál sem haldið verður á Íslandi í október. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái djúpan skilning á loftslagsvánni og þeim lausnum sem nauðsynlegt er að ráðist verði í og geti þannig fjallað með krítískari hætti um þetta umfjöllunarefni sem verður æ mikilvægara í samfélaginu. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef NJC