Netnámskeið um notkun gervigreindar á fréttastofum

Knight Center for Journalism in the Americas, sem er hluti af Texasháskóla í Austin, býður upp á netnámskeið fyrir blaðamenn þar sem fjallað verður um hvernig nota megi ChatGPT og önnur gervigreindarverkfæri á fréttastofum. Námskeiðið tekur fjórar vikur og verður hefst þann 25. september. Í því verður farið yfir hvaða gervigreindartækni er í boði og hvernig megi nýta hana í vinnslu fréttaefnis, hvernig megi innleiða og nota þessa tækni og hvernig þessi tækni geti komið til með að þróast næstu ár með tilliti til blaðamennsku.

Nánari upplýsingar má finna hér.