- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hinn nýi gagnagrunnur úrskurða siðanefndar BÍ, sem nær aftur til ársins 1998, hefur nú verið betrumbættur: fyllt upp í eyður, tímaröðun úrskurðanna löguð og bætt við sérsniðnum leitarglugga. Er það von félagsins að hér með sé að fullu búið að efna þá ósk sem fram kom á aðalfundi BÍ í vetur um að gera safn siðanefndarúrskurðanna aðgengilegra og notendavænna.
Allir þeir úrskurðir, fjórtán að tölu, sem bætt var inn í grunninn að þessu sinni, hljóða ýmist upp á „brot“ eða „ekki brot“. Frávísunarmálum var sleppt.
Auk framangreindra betrumbóta á rafræna úrskurðasafninu hafa hinar nýju siðareglur félagsins, sem samþykktar voru á aðalfundinum 23. mars sl., verið þýddar á ensku.