Nýr gagnagrunnur siðanefndarúrskurða

Gagnagrunnur Siðavefs Press.is hefur nú verið endurnýjaður og gerður þannig úr garði að hægt er að leita í honum eftir öllum helstu atriðum, s.s. nafni kæranda, nafni kærða/kærðu, dagsetningu, kæruefni og niðurstöðu. Úrskurðirnir í safninu eru þegar þetta er skrifað 124 talsins og ná allt aftur til ársins 1998. 

Á aðalfundi félagsins í marsmánuði síðastliðnum kom fram endurnýjuð ósk um að gagnagrunnur Siðavefsins yrði endurskoðaður og gerður „notendavænni“. Með dyggri liðveislu forritara Stefnu ehf., hýsingaraðila Press.is, var ráðist í þær breytingar sem nú hafa litið dagsins ljós. 

Er það von félagsins að með þessum breytingum séu óskir félagsmanna uppfylltar um að gera Siðavefinn notendavænni. Eru félagsmenn hvattir til að kynna sér breytingarnar. Hafi einhver ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að koma því á framfæri við Auðun Arnórsson verkefnastjóra í netfangið audunn@press.is. 

Rétt er að taka fram að nú þegar er verið að vinna í því að gera leit í gagnagrunninum aðgengilegri með sérstökum leitarglugga tengdum honum. Einnig er unnið að því að bæta í eyður – það vantar nokkra úrskurði sem Siðanefnd hefur fellt á þessu tímabili (þ.e. aftur til ársins 1998) inn í þennan rafræna gagnagrunn.