Páska- og sumarúthlutun orlofshúsa

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna úthlutunar í orlofshús BÍ um páska og í sumar í orlofshúsunum á Akureyri, í Stykkishólmi og í Brekkuskógi. 
Sótt er um á orlofsvef BÍ undir tenglinum páskar og sumar.  Umsóknarfrestur vegna páskaúthlutunar 5.-12. apríl er til 1. mars næstkomandi og vegna sumarsins 26. maí til 1. september til og með 10. mars næstkomandi. Nánar má lesa um úthlutunarreglur hér á Press.is
Leigugjald vegna vikuleigu frá föstudegi til föstudags í Stykkishólmi og Stóru-Brekku er kr. 38.500, vegna Akureyri 30.800 og kr. 24.750 vegna Litlu-Brekku.