Samningar við miðla utan SA allir samþykktir

Frá undirritun samnings BÍ við Bændasamtökin, útgefanda Bændablaðsins. Vigdís Häsler, framkvæmdastjó…
Frá undirritun samnings BÍ við Bændasamtökin, útgefanda Bændablaðsins. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ. Mynd/AA

Eftir að BÍ undirritaði kjarasamning við Samtök atvinnulífsins 6. janúar síðastliðinn hefur félagið gert sjálfstæða samninga við fjögur útgáfufélög fjölmiðla sem standa utan SA. Þau eru: Torg ehf., Útgáfufélag Stundarinnar, Myllusetur ehf. og Bændasamtök Íslands. Félagar í BÍ sem starfa á þeim miðlum sem þessi fjögur félög gefa út hafa greitt atkvæði um samningana og samþykkt þá með samsvarandi yfirgnæfandi meirihluta og tilfellið var með atkvæðagreiðsluna um aðalsamning BÍ við SA

Þær kjarabætur sem þessir fjórir samningar kveða á um eru samhljóða þeim sem felast í aðalsamningi BÍ við SA, nema hvað í samningunum við Útgáfufélag Stundarinnar, Bændasamtökin og Torg ehf. er vaktaálag 20% og 27% í stað 15% og 21%. Samningarnir hafa allir sama gildistíma, þ.e. frá 1. nóvember 2022 til janúarloka 2024. 

Í aðalsamningi BÍ við SA er að finna viðræðuáætlun um alla þá þætti kröfugerðar BÍ sem ekki komu til umræðu í hinum nýgerðu skammtímasamningum, þar sem þeir eru í raun framlenging áður gildandi samninga með uppfærðum launatöxtum. Vinna við að framkvæma þá viðræðuáætlun er þegar hafin, en markmiðið með henni er að áður en gildistími skammtímasamningsins rennur út verði tilbúinn nýr heildarendurskoðaður langtímasamningur.