Stjórn Blaðamannafélags býður til athafnar fimmtudaginn 29. janúar kl. 16:30 þar sem félagsmönnum sem hafa helgað lífsstarf sitt blaðamennsku og/eða hagsmunum stéttarinnar er veitt gullmerki félagsins.
Norræna blaðamannasambandið (NJF), samstarfsvettvangur samtaka blaðamanna á Norðurlöndunum, sendi í morgun bréf á alla utanríkisráðherra Norðurlandanna vegna takmarkana Ísraels á fjölmiðlafrelsi og banns við aðgengi blaðamanna að Gaza-ströndinni.
Blaðamannafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum.
Yfirlýsing barna- og menntamálaráðherra þar sem hann sakar Morgunblaðið um ófagleg vinnubrögð er alvarleg aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands sem segir hana bera með sér mikla vanþekkingu og afhjúpa hættuleg viðhorf.