Styrkir

Styrktarsjóður var settur á laggirnar í kjölfar kjarasamninga Blaðamannafélags Íslands og amtaka atvinnulífsins snemma árs 2001. Reglugerð um starfsemi sjóðsins var samþykkt á aðalfundi félagsins þá um vorið og hafa starfsreglur á grundvelli reglugerðarinnar verið í mótun síðan þá, en með vexti sjóðsins hefur fjölgað þeim málefnum sem sjóðurinn hefur getað látið sig varða. Allir fullgildir félagsmenn í BÍ, sem greitt hefur verið af til sjóðsins í sex mánuði, eiga aðild að sjóðnum.