Starfsreglur

Eftirfarandi reglur gilda frá 3. febrúar 2022:

Laun í veikindum: Styrktarsjóður tryggir full laun smkvæmt hæsta launaflokki hverju sinni í eitt ár eftir að veikindi hefjast að frádregnum veikindarétti samkvæmt kjarasamningum.

Fæðingarstyrkir og ættleiðing: Veittir eru styrkir vegna fæðingar barns. Styrkirnir taka mið af lengd fæðingarorlofs og eru að lágmarki 105 þúsund kr. og að hámarki 210 þúsund kr. Viðbótarstyrkur er veittur vegna útgjalda við ættleiðingu barns.

Krabbameinsskoðun: Krabbameinsskoðanir eru greiddar að hálfu.

Hjartaskoðun: Eftirlit vegna hjartasjúkdóma er greitt að hálfu.

Lækniskostnaður: Varðandi endurgreiðslu almenns lækniskostnaðar eru félagsmenn beðnir um að halda til haga kvittunum. Styrkurinn greiðist út í lok almanaksárs samkvæmt yfirliti frá Sjúkratryggingum Íslands. Endurgreiddur er kostnaður umfram 12.000 kr. á ári og að 35.200 krónum ári, þannig að hámark endurgreiðslu getur numið 23.200 krónum. 

Sjúkraþjálfun og –nudd: Sjóðurinn greiðir helming kostnaðar vegna sjúkraþjálfunar og sjúkranudds að hámarki 40 þúsund kr. á ári.

Dánarbætur: Sjóðurinn greiðir dánarbætur vegna andláts fullgildra félagsmanna og barna þeirra. Styrkfjárhæð nemur 400 þúsund kr.

Endurhæfing: Greiddur er helmingur kostnaðar vegna endurhæfingar hjá H-L stöðinni.

Tæknifrjóvganir: Greiddur er 50% kostnaðar vegna tæknifrjóvgana samkvæmt gjaldskrá Tryggingastofnunar ríkisins.

Sálfræðikostnaður: Greitt er allt að 112.500 kr. á ári samkvæmt nánari reglum. Skilyrði að meðferðin sé að læknisráði og þarf að framvísa beiðni frá trúnaðar- eða heimilislækni um að viðkomandi hafi þurft á meðferðinni að halda. Greitt fyrir 15 skipti á hverjum tólf mánuðum að hámarki 7.500 kr. fyrir hvert skipti.

Heilsuhæli: Greitt er vegna dvalar á viðurkenndum heilsuhælum innlands allt að helmingur kostnaðar þó ekki meira en 150 þús. kr. á hverjum þrjátíu og sex mánuðum.

Gleraugu: Tekið er þátt í kostnaði vegna kaupa á gleraugum sem nemur allt að helmingi kostnaðar samkvæmt framlögðu frumriti reiknings allt að kr. 75 þúsund á 24 mánaða fresti.

Heyrnartæki: Tekið er þátt í kostnaði vegna kaupa á heyrnartækjum sem nemur allt að helmingi kostnaðar samkvæmt framlögðu frumriti reiknings allt að 250 þús. kr. 

Lasermeðferð á augum: Greiddur er 75 þús. kr. styrkur vegna aðgerðar á hvoru auga. Sama gildir fyrir augasteinaskipti.

Göngumæling/Innlegg: Greiddur er 75% kostnaðar, þó að hámarki 20 þús. kr. vegna göngumælingar og innleggja samkvæmt læknisráði. Sambærileg endurgreiðsla vegna annarra minniháttar hjálpartækja.

Tannlæknakostnaður: Greiddur er helmingur kostnaðar umfram 50 þúsund kr. að 300 þúsund kr. vegna tannlæknakostnðar af heilsufarsástæðum. Styrkur getur þó aldrei orðið hærri en 125 þúsund krónur samanlagt fyrstu 10 árin í félaginu, en eftir að hafa verið fullgildur félagi í BÍ í 10 ár eða lengur stofnast réttur til  viðbótarstyrks vegna tannlæknakostnaðar sem getur numið hæst helmingi kostnaðar allt að 300 þúsund kr. Ekki er um frekari styrkveitingar vegna tannlæknakostnaðar að ræða.

Heilsuefling: Veittur er styrkur vegna heilsueflingar sem getur numið allt að helmingi kostnaðar, þó ekki hærri en sem nemur 30 þús. kr. á hverju almanaksári gegn framvísun frumrits reiknings. Ákvörðunin gildir vegna útgjalda sem stofnað hefur verið til á árinu. Ekki er endurgreitt vegna tækja- eða útbúnaðarkaupa.

Mikil útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu: Ef um mikil útgjöld er að ræða vegna heilbrigðisþjónustu, sem ekki fellur undir neinn lið hér að ofan er hægt að sækja sérstaklega um styrk vegna þess til stjórnar sjóðsins. Umsókn skal studd gögnum og reikningum vegna útlagðs kostnaðar.

Almennt gildir að forsenda endurgreiðslu er framvísun frumrits fullgildra greiðslukvittana vegna útlagðs kostnaðar. 

Um greiðslu fæðingarstyrkja gildir að leggja þarf fram greiðsluáætlun frá fæðingarorlofssjóði Tryggingastofnunar ríksins um greiðslur frá sjóðnum í fæðingarorlofi.

Reikningar fyrra almanaksárs eru tækir til endurgreiðslu, en ekki eldri reikningar.