Menningarsjóður

Menningarsjóður BÍ er sjóður í vörslu BÍ sem greiðir styrki til félagsmanna. Sjóðurinn er elsti sjóður í vörslu BÍ og starfar samkvæmt forsetabréfi. Í sjóðinn renna tekjur af höfundaréttargjöldum sem Blaðamannafélagið innheimtir fyrir blaðamannastéttina í heild sinni. Auk þess greiða vinnuveitendur svokallað menningarsjóðgjald í sjóðinn sem nemur 1,2% af launum félaga í BÍ.