Blaðamannaverðlaun

Til viðurkenningar fyrir framúrskarandi frammistöðu og gott fordæmi í íslenskri fjölmiðlun veitir Blaðamannafélag Íslands Blaðamannaverðlaun ársins á hverju ári.  Verðlaunin greinast í fernt og eru hverju sinni kennd við viðkomandi ár:

- Rannsóknarblaðamennska ársins
- Besta umfjöllun ársins
- Blaðamannaverðlaun ársins
- Viðtal ársins

Veitt eru heiðursskjöl fyrir hvern flokk, minjagripur og vegleg peningaverðlaun sem stjórn Blaðamannafélags Íslands ákveður. Viðurkenningarnar eru veittar á hverju ári í öllum flokkum, svo fremi dómnefnd telji að tilnefningarnar séu þess virði. 

Einnig veitir BLÍ árlega  verðlaun fyrir Mynd ársins og fylgir þeim verðlaunum sami verðlaunagripur og Blaðamannaverðlaununum.  Yfirlit yfir handhafa verðlauna fyrir MYND ÁRSINS frá árinu 2000.