Orlofsmál

Blaðamannafélag á og rekur fjögur orlofshús á þremur stöðum á landinu sem ætluð eru félagsmönnum. Þessi hús eru staðsett á Akureyri, Stykkishólmi og í Brekkuskógi.

Blaðamannaféagið á íbúð  að Seljahlíð 3c á Akureyri. Um er að ræða lítið raðhús sem er stofa og tvö svefnherbergi. Í hjónaherberginu er tvíbreitt stórt rúm, auk smábarnarúms og í hinu herberginu er tvíbreitt rúm. Raðhúsið er búið öllum helstu nútímaþægindum, þvottavél, sjónvarpi, nettengingu og síma og þar er sérverönd með gasgrilli og útihúsgögnum. 

Blaðamannafélagið býður einnig  upp á orlofshús að Arnarborg 6 í útjaðri Stykkishólms. Um er að ræða glæsilegt hús sem byggt var árið 2006. Húsið er 105 fermetrar að stærð  með þremur svefnherberjum og svefnlofti.  Samanlagt er svefnpláss í húsinu fyrir 10-12 manns.  Húsinu fylgir verönd og pottur, auk alls sem tilheyrir nútíma heimilishaldi

Í Brekkuskógi á Blaðamannafélagið 2 orlofshús, Stóru- og Litlu- Brekku. Í húsunum eru tvö svefnherbergi auk  þess sem gestahúss fylgir Stóru–Brekku.  Í húsunum eru ein stór stofa með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.  Svefnpláss er fyrir 9 auk smábarnarúms í Stóru – Brekku, en fyrir 5 auk smábarnarúms í Litlu-Brekku. Öll venjuleg heimilstæki og gasgrill fylgja bústöðunum. Í báðum bústöðunum eru heitir pottar. Hér má sjá kort og hnit staðsetningar húsanna í Brekkuskógi

Nánari upplýsingar um orlofshúsin má nálgast hér