Orlofsmál

Blaðamannafélag á og rekur fjögur orlofshús á þremur stöðum á landinu sem ætluð eru félagsmönnum. Þessi hús eru staðsett á Akureyri, Stykkishólmi og í Brekkuskógi.

Blaðamannaféagið á íbúð  að Seljahlíð 3c á Akureyri. Um er að ræða lítið raðhús sem er stofa og tvö svefnherbergi. Í hjónaherberginu er tvíbreitt stórt rúm, auk smábarnarúms og í hinu herberginu er koja með tvíbreiðu rúmi niðri, þar sem þrír geta sofið. Raðhúsið er búið öllum helstu nútímaþægindum, þvottavél, sjónvarpi, nettengingu og síma og þar er sérverönd með gasgrilli og útihúsgögnum. 

Blaðamannafélagið býður einnig  upp á orlofshús að Arnarborg 6 í útjaðri Stykkishólms. Um er að ræða glæsilegt hús sem byggt var árið 2006. Húsið er 105 fermetrar að stærð  með þremur svefnherberjum og svefnlofti.  Samanlagt er svefnpláss í húsinu fyrir 12-14 manns.  Húsinu fylgir verönd og pottur, auk alls sem tilheyrir nútíma heimilishaldi

Í Brekkuskógi á Blaðamannafélagið 2 orlofshús, Stóru- og Litlu- Brekku. Í húsunum eru tvö svefnherbergi auk  þess sem gestahúss fylgir Stóru – Brekku.  Í húsunum eru ein stór stofa með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.  Svefnpláss er fyrir 9 auk smábarnarúms í Stóru – Brekku, en fyrir 5 auk smábarnarúms í Litlu-Brekku. Öll venjuleg heimilstæki, sjónvarp, myndbandstæki og DVD spilari og gasgrill fylgja bústöðunum. Í báðum bústöðunum eru heitir pottar. Hér má sjá kort og hnit staðsetningar húsanna í Brekkuskógi

Nánari upplýsingar um orlofshúsin má nálgast hér