Endurmenntunar og Háskólasjóður

Hærri námsstyrkir

Stjórn Endurmenntunar- og háskólasjóðs blaðamanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, vegna lengra eða skemmra náms fastráðinna félaga í BÍ tvisvar á ári, vor og haust. Umsóknarfrestur er auglýstur með góðum fyrirvara hér á heimasíðunni og í Blaðamanninum, félagsriti BÍ. Rétt í sjóðnum eiga allir fullgildir, fastráðnir félagar í BÍ, sem greitt hefur verið af í sjóðinn í a.m.k. sex mánuði.

Umsóknum er hægt að skila til skrifstofu BÍ á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, en einnig er hægt að fylla út umsóknareyðublað hér á heimasíðu BÍ

Námskeið sem koma til greina við eru m.a:

  1. Nám við háskóla á Íslandi. Endurgreitt er 75% almennu innritunargjaldi HÍ/HA.
  2. Annað lengra nám hérlendis.
  3. Endurmenntun í erlendum skólum s.s. hjá NJC í Árósum.
  4. Önnur sérstök námskeið erlendis.

Styrkir vegna styttri námskeiða hér heima eru greiddir á skrifstofu BÍ að námi loknu gegn framvísun reiknings fyrir þátttökugjöld og staðfestingu á þátttöku.

Styttri námskeið

Allir fastráðnir félagsmenn geta fengið endurgreiddan helming kostnaðar vegna námskeiða að ákveðnu hámarki ár hvert. Þá geta félagar í lausamannadeild einnig sótt um styrk til félagsins til endurmenntunar.

Styrkur er greiddur út að loknu námskeiði og þarf að framvísa kvittun fyrir námsskeiðsgjaldi og staðfestingu á þátttöku í námskeiðinu.

Lengri námskeið og námsferðir

Þeir sem hyggjast legga stund á lengra nám, t.d. við Háskóla Íslands, eða fara á námskeið eða til námsdvalar erlendis, geta sótt um sérstakan styrk úr Endurmenntunarsjóði BÍ. Auglýst er eftir umsóknum og úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, í apríl og september. Umsóknir skulu sendar til skrifstofu BÍ þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar.

Margir félagsmenn hafa notfært sér þennan möguleika til að stunda nám við Háskóla Íslands og aðra sérskóla auk þess sem margir hafa sótt nám við Norrænu blaðamannamiðstöðina NJC í Árósum í Danmörku.