Fréttir

Siðaviðmið fjölmiðla
Tilkynning

Siðaviðmið fjölmiðla

 Siðaviðmið íslenskra fjölmiðla er yfirskrift námskeið sem boðið verður upp á hjá Endurmenntunarstofnun Háskóal Íslands. Það er Friðirk Þór Friðriksson, sem kennir námskeiðið sem  hefst þann 2. febrúar á næsta ári. Á þessu námskeiði er siða- og innanhússreglum íslenskra fjölmiðla lýst og fjallað um úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands í leit að mikilvægum fordæmum. Hvaða viðmið gilda um nafn- og myndbirtingar, tillitsemi, vandvirkni, hagsmunaárekstra, óhefðbundin vinnubrögð og fleira? Hafa siðareglur BÍ þýðingu fyrir blaða- og fréttamenn og eru þær óumdeildar? Er mark tekið á úrskurðum siðanefndarinnar? Sjá  einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Höndin sem fæðir og höndin sem skrifar

Miðvikudaginn 3. september kl. 12.00-13.00 flytur Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, erindið Höndin sem fæðir og höndin sem skrifar: Ritstjórnarlegt sjálfstæði, stjórnmál, sérhagsmunir, fagleg vinnubrögð og hlutleysi fjölmiðla. Birgir er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Birgir er stjórnmálafræðingur og sagnfræðingur frá Essex í Bretlandi og lauk framhaldsnámi í stjórnmálafræði frá Manitóba háskóla í Kanada. Hann starfaði við fjölmiðla í um tvo áratugi sem blaðamaður, fréttastjóri og ritstjóri. Birgir hefur m.a. skrifað um og rannsakað samspil stjórnmála og fjölmiðla og þróun fjölmiðla á tíma markaðsmiðlunar. Hann er ritstjóri Blaðamannsins, fagrits Blaðamannafélags Íslands, og hefur á undanförnum árum og misserum unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Blaðamannafélagið. Félagsvísindatorgið verður í stofu M102 og er öllum opið án endurgjalds.
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Blaðmannaféalgsins verður haldinn 10. apríl 2014 að Síðumúla 23 kl 20:00   Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningar*Önnur mál *Framboð til formannsBÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund.   BÍ félagar eru hvattir til að mæta    
Lesa meira
Styrkur til náms í Berlín
Tilkynning

Styrkur til náms í Berlín

Frjálsi háskólinn í Berlín hefur nú auglýst eftir umsóknum um námsdvöl í Berlín fyrir reynda blaðamenn í Evrópu eða í Bandaríkjum. Um er að ræða styrk til dvalar við Frjálsa háskólann eða Freie Universität. Blaðamenn geta fengið tækifæri til tveggja anna dvalar við Freie Universitaet á meðan þeir eru í leyfi frá stöðum sínum í heimalandinu. Prógrammið hefst í október 2014 og stendur fram í júlí 2015. Einu skilyrðin sem uppfylla þarf er að viðkomandi sé starfandi blaðamaður og að hann hyggist vinna að fræðilegu verkefni á sviði blaðamennsku. Fjárhagslegi styrkurinn nemur um 1.500 evrum á mánuði en getur þó verið meiri eða minni eftir því hvers konar styrk er um að ræða. Umsóknarfrestur er til 28. Febrúar næstkomandi. Hér má sjá frekari upplýsingar frá Freie Universität 
Lesa meira
Tilkynning

„Réttur til að vita ...“

Hótel Hilton Nordica Reykjavík 27. september kl. 12 - 14 „Réttur til að vita ...“ Skráningarform Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt. Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:- Hvað felst í þessum degi?- Hvað gera önnur lönd?- Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?- Hver er réttur almennings til upplýsinga?- Hvernig er lagaumhverfið?- Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig? Dagskrá: 11:50 Afhending ráðstefnugagna 12:00 Fundur settur - hádegisverður borinn fram 12:20 Hvað felst í alþjóðlegum degi um réttinn til að vita? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 12:30 Persónuupplýsingar Hörður Helgi Helgason, lögmaður og forstjóri Persónuverndar 12:55 Opin gögn á Íslandi í samanburði við önnur lönd Fulltrúi frá Open Knowledge Foundation á Íslandi 13:20 Hvað er nýtt í Upplýsingalögunum? Trausti Fannar Valsson, Háskóla Íslands 13:45 Mat borgaranna: Af hverju leyna stjórnvöld upplýsingum sem eiga erindi við almenning? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 14:00 Fundarlok Ráðstefnustjóri: Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Lesa meira
Tilkynning

Margmiðlunarnám í Borgarholtsskóla

Borgarholtsskóli hefur ákveðið að bjóða upp á nýtt og spennandimargmiðlunarnám með dreifnámsfyrirkomulagi nú í haust. Umsóknarfrestur ertil og með 12. ágúst nk. Námið er ætlað fólki með ólíka þekkingu ogbakgrunn sem vill öðlast alhliða hæfni í hönnun og miðlun efnis meðstafrænni tækni. Námið er bæði verklegt og fræðilegt og hentar vel þeimsem vilja ná góðum tökum á upplýsingatækni. Um er að ræða diplomunám (4. þrep) þar sem stúdentsprófs eða sambærilegrar menntunar erkrafist.Námið er hugsað sem alhliða kennsla og þjálfun í framsetningu og vinnsluefnis með stafrænum hætti; gerð prent-, kvikmynda- og vefefnis svoeitthvað sé nefnt. Það er trú Borgarholtsskóla að með því að bjóða upp á þetta nám séu þeir að uppfylla ákveðinn skort á heilsteyptu námi á þessu sviði sem muninýtast nemendum vel í starfi.Umsjónarmaður með náminu er Ari Halldórsson - Netfang: ari@bhs.is Sími:820- 2857
Lesa meira
Tilkynning

Myndsýn Íslendinga?

Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands, flytur erindi sitt Myndsýn Íslendinga?Hugleiðingar um myndnotkun opinberra aðila, myndbirtingu sjálfsmyndar þjóðarinnar og stöðu íslenskrar samtímaljósmyndunar. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 23. maí kl: 12:05.Þetta er síðasti fyrirlestur vetrarins í fyrirleströðinni. Físl tekur aftur upp þráðinn í haust. Fyrirlesturinn er frír og öllum opin.Frekari upplýsingar má fá hjá Félagi íslenskra samtímaljósmyndar fisl@fisl.is
Lesa meira
Tilkynning

Ársfundur ICIJ

Ársfundur ICIJ verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 20 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Síðumúla 23. Meðal þess sem verður rætt á fundinum er uppgjör vegna ráðstefnunnar í apríl sl, fjármögnun og starfsemi Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku næsta vetur og önnur mál.
Lesa meira
Tilkynning

Málþing um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Málþing fjölmiðlanefndar um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði Fjölmiðlanefnd stendur fyrir opnu málþingi um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði að Hannesarholti við Grundarstíg 10, kl. 14.00 til 16.30 fimmtudaginn 16. maí n.k. Fjallað verður um ákvæði laga um fjölmiðla nr. 38/2011 sem gera fjölmiðlum sem sinna fréttum og fréttatengdu efni að setja sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði starfsmanna. Fjölmiðlanefnd telur mikilvægt að stuðla að faglegri umræðu um skyldu fjölmiðla til að setja sér slíkar reglur og efni þeirra og tryggja að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt útgefenda, ritstjóra og blaðamanna.  Til umfjöllunar á málþinginu verður m.a. efni og inntak slíkra reglna og hvernig ritstjórnarlegu sjálfstæði sé best fyrir komið í slíkum reglum. Þá verður rætt um hvort sömu sjónarmið eigi að gilda um setningu slíkra reglna hvað varðar prentmiðla og ljósvakamiðla, einkarekna miðla og ríkismiðla, staðbundna fjölmiðla og fjölmiðla sem ætlað er að ná til alls landsins og frímiðla og áskriftarmiðla? Ber að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði ritstjóra og blaða- og fréttamanna gagnvart eigendum eða á eigendum að vera frjálst að móta og framfylgja eigin ritstjórnarstefnu? Eru aðrar leiðir hentugri til að tryggja réttindi blaða- og fréttamanna, t.d. í gegnum kjarasamninga eins og gert er á Norðurlöndunum?  Karl Axelsson, settur formaður fjölmiðlanefndar verður fundarstjóri og stýrir jafnframt pallborði. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar mun fara yfir forsögu og inntak ákvæðis laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um skyldu til að setja slíkra reglur. Að því loknu mun Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta fjalla um hvort reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði eigi rétt á sér. Því næst tekur Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins til máls og fjallar um mikilvægi siðareglna. Að lokum fjallar Björn Vignir Sigurpálsson frá Blaðamannafélagi Íslands um ritstjóra í lykilhlutverkum. Guðrún Hálfdánardóttir fréttastjóri mbl.is og Anna Kristín Jónsdóttir, stjórnarmaður í Félagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu munu síðan taka þátt í pallborðsumræðum að loknum erindum ásamt frummælendum. Málþingið er öllum opið og án endurgjalds. Dagskrá málþings 14.00 Karl Axelsson, settur formaður fjölmiðlanefndar býður málþingsgesti velkomna. 14.10 Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar: Til hvers eru reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði? Forsaga og inntak 24. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. 14.25 Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta: Eiga reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði rétt á sér? 14.40 Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins: Mikilvægi siðareglna. 14.55 Björn Vignir Sigurpálsson, blaðamaður og formaður Siðanefndar BÍ: Ritstjórar í lykilhlutverki. 15.10 Kaffihlé 15.30 Pallborðsumræður. Karl Axelsson stýrir pallborðsumræðum. Í pallborði sitja auk frummælenda þær Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri mbl.is og Anna Kristín Jónsdóttir, sem situr í stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu. 16.30 Málþingi lýkur.
Lesa meira
Tilkynning

Hvernig stóðu fjölmiðlar sig í aðdraganda kosninga?

Pressukvöld Hvernig stóðu fjölmiðlar sig í aðdraganda kosninga? Blaðamannafélag Íslands boðar til Pressukvölds þriðjudagskvöldið 7. maí kl. 20. Ætlunin er að skoða hvernig fjölmiðlarnir stóðu sig í aðdraganda kosninga. Fundarstjóri er Katrín Pálsdóttir, kennari í HÍ og HR og blaðamaður og félagi í BÍ no: 42! Frummælendur eru: Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2 Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum BÍ í Síðumúla 23 og er öllum opin. Heitt verður á könnunni.
Lesa meira