Fréttir

Masterclass með Laura Poitras
Tilkynning

Masterclass með Laura Poitras

Haldinn verður svokallaður Masterclass sem Laura Poitras, óskarsverðlauna- og pulitzerverðlaunahafi mun stýra um heimildamyndagerð og blaðamennsku í Bíó Paradís á laugardaginn frá 15-17. Hún er leikstjóri þríleiks um eftirköst árásanna 11. september, þar sem Citizenfour, óskarsverðlaunamynd á síðustu Óskarsverðlaunum, rak smiðshöggið. Ókeypis er á námskeiðið, aðgangur öllum opinn og blaðamenn sérstaklega boðnir velkomnir.  
Lesa meira
Stríð í mynd
Tilkynning

Stríð í mynd

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands mun verða með námskeið um ljósmyndir í stríði og kallast námskeiðið „Stríð í mynd“  Kennari á námskeiðinu verður Þórdís Erla Ágústsdóttir, ljósmyndara og MA í hagnýtri menningarmiðlun. Námskeiðið verður haldið þriðjudagana  7., 14. og 21. apríl kl. 20:00 - 22:00, alls þrjú skipti í húsi Endurmenntunar við Dunhaga 7 og kostar 19.800 kr. (Félagar í BÍ geta sótt um styrk í sjóði BÍ.) Á námskeiðinu verður skoðað hvaða hlutverki ljósmyndin hefur gegnt í frásögn um stríð og öllu því tengdu frá árdögum ljósmyndarinnar. Hvaða áhrif hafði ljósmyndin á skoðanir og tilfinningar almennings í upphafi ljósmyndasögunnar og hvernig hefur hún haft áhrif í gegn um tíðina? Hvernig hefur notkun ljósmyndarinnar þróast? Hvenær og hvernig hefur ljósmyndin haft lykiláhrif á stríðsrekstur og bardaga? Hversu mikilvægur er ljósmyndarinn í áhrifamætti ljósmynda í stríði? Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig ljósmyndin hefur birst almenningi síðustu hundrað og fimmtíu ár í tengslum við stríð og stríðsrekstur. Farið verður yfir það hvernig almenningur uppgötvaði áhrif og afleiðingar stríðsins á mismundandi tímum, allt frá miðri 19. öld, fyrir tilstuðlan ljósmyndara sem ferðuðust til stríðshrjáðra staða til að safna myndrænum heimildum. Skoðað verður hvernig ljósmyndin varð ein helsta heimildin til að draga upp skýra mynd af atburðum sem annars var almenningi hulinn eða óskýr. Á námskeiðinu er fjallað um: • Hvernig ljósmyndin hefur gefið almenningi innsýn í stríð frá miðri nítjándu öld til okkar daga. • Hvernig hlutverk ljósmyndarinnar í stríði hefur þróast.
Lesa meira
Umsóknarfrestur um námsdvöl í Berlín framlengdur
Tilkynning

Umsóknarfrestur um námsdvöl í Berlín framlengdur

Frjálsi háskólinn í Berlín hefur  auglýst eftir umsóknum um námsdvöl í Berlín fyrir reynda blaðamenn í Evrópu eða í Bandaríkjum. Umsóknarfrestur sem áður hafði verið auglýstur til 28. febrúar  hefur nú verið framlengdur til 31.mars 2015. Um er að ræða styrk til dvalar við Frjálsa háskólann eða Freie Universität. Blaðamenn geta fengið tækifæri til tveggja anna dvalar við Freie Universitaet á meðan þeir eru í leyfi frá stöðum sínum í heimalandinu. Prógrammið hefst í október 2015og stendur fram í júlí 2016. Einu skilyrðin sem uppfylla þarf er að viðkomandi sé starfandi blaðamaður og að hann hyggist vinna að fræðilegu verkefni á sviði blaðamennsku. Fjárhagslegi styrkurinn nemur um 1.500 evrum á mánuði en getur þó verið meiri eða minni eftir því hvers konar styrk er um að ræða.. Sjá frekari upplýsingar hér  
Lesa meira
Penninn eða sverðið - er tjáningarfrelsið í hættu?
Tilkynning

Penninn eða sverðið - er tjáningarfrelsið í hættu?

Er penninn máttugri en sverðið? Hverjar eru mögulegar ástæður voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo?  Af hverju er myndbirtingabann í islam? Hvaða áhrif geta voðaverkin haft á tjáningarfrelsi okkar og önnur mannréttindi? Er tjáningarfrelsið aðeins mikilvægt á tyllidögum? Þetta og fleira verður rætt á hádegisfundi fjölmiðlanefndar og Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands sem fram fer í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, þriðjudaginn 20. janúar 2015. Fundurinn hefst kl. 11:50 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  Frummælendur verða Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki, Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og Þórir Jónsson Hraundal sagnfræðingur. Þórir Jónsson Hraundal talar um bakgrunn myndbirtingabanns í islam, ýmsar algengar hugmyndir Vesturlandabúa um múslima og trú þeirra, og veltir upp nokkrum spurningum um mögulegar undirliggjandi ástæður voðaverkanna í París. Elfa Ýr Gylfadóttir fjallar um hvaða áhrif voðaverkin í París geti haft á tjáningarfrelsi og borgaraleg réttindi á Vesturlöndum. Elfa Ýr fjallar jafnframt um hvað beri að varast og leggur áherslu á að tjáningarfrelsi eru réttindi sem við höfum aflað okkur á löngum tíma og þau þurfi að verja og vernda. Róbert H. Haraldsson fjallar um tjáningarfrelsið og mörk þess í heimspekilegu samhengi og rétt einstaklingsins til að hugsa frjálslega og tjá hugsanir sínar óþvingað og óttalaust. Hannt fjallar sérstaklega um tjáningarfrelsið í tengslum við birtingu trúarlegra skopmynda í Jyllands-Posten og í tímaritinu Charlie Hebdo. Að framsögum loknum verða fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri verður Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ og nefndarmaður í fjölmiðlanefnd. Miðað er við að fundurinn standi til kl. 13:10.  
Lesa meira
Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs - umsóknarfrestur til 12. janúar
Tilkynning

Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs - umsóknarfrestur til 12. janúar

Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs árið 2015 eru nú lausir til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á hádegi 12. janúar nk. Markmiðið með árlegum blaðamannastyrkjum Norðurlandaráðs er að auka áhuga blaðamanna og veita þeim tækifæri til að fjalla um aðstæður annars staðar á Norðurlöndum og greina frá norrænu samstarfi. Í sjóðnum eru samtals 450.000 danskar krónur til úthlutunar, þ.e.a.s 90.000 danskar krónur í hverju landi (u.þ.b. 1.874.000 ISK).  Sjá nánar hér    
Lesa meira
Siðaviðmið fjölmiðla
Tilkynning

Siðaviðmið fjölmiðla

 Siðaviðmið íslenskra fjölmiðla er yfirskrift námskeið sem boðið verður upp á hjá Endurmenntunarstofnun Háskóal Íslands. Það er Friðirk Þór Friðriksson, sem kennir námskeiðið sem  hefst þann 2. febrúar á næsta ári. Á þessu námskeiði er siða- og innanhússreglum íslenskra fjölmiðla lýst og fjallað um úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands í leit að mikilvægum fordæmum. Hvaða viðmið gilda um nafn- og myndbirtingar, tillitsemi, vandvirkni, hagsmunaárekstra, óhefðbundin vinnubrögð og fleira? Hafa siðareglur BÍ þýðingu fyrir blaða- og fréttamenn og eru þær óumdeildar? Er mark tekið á úrskurðum siðanefndarinnar? Sjá  einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Höndin sem fæðir og höndin sem skrifar

Miðvikudaginn 3. september kl. 12.00-13.00 flytur Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, erindið Höndin sem fæðir og höndin sem skrifar: Ritstjórnarlegt sjálfstæði, stjórnmál, sérhagsmunir, fagleg vinnubrögð og hlutleysi fjölmiðla. Birgir er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Birgir er stjórnmálafræðingur og sagnfræðingur frá Essex í Bretlandi og lauk framhaldsnámi í stjórnmálafræði frá Manitóba háskóla í Kanada. Hann starfaði við fjölmiðla í um tvo áratugi sem blaðamaður, fréttastjóri og ritstjóri. Birgir hefur m.a. skrifað um og rannsakað samspil stjórnmála og fjölmiðla og þróun fjölmiðla á tíma markaðsmiðlunar. Hann er ritstjóri Blaðamannsins, fagrits Blaðamannafélags Íslands, og hefur á undanförnum árum og misserum unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Blaðamannafélagið. Félagsvísindatorgið verður í stofu M102 og er öllum opið án endurgjalds.
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Blaðmannaféalgsins verður haldinn 10. apríl 2014 að Síðumúla 23 kl 20:00   Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningar*Önnur mál *Framboð til formannsBÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund.   BÍ félagar eru hvattir til að mæta    
Lesa meira
Styrkur til náms í Berlín
Tilkynning

Styrkur til náms í Berlín

Frjálsi háskólinn í Berlín hefur nú auglýst eftir umsóknum um námsdvöl í Berlín fyrir reynda blaðamenn í Evrópu eða í Bandaríkjum. Um er að ræða styrk til dvalar við Frjálsa háskólann eða Freie Universität. Blaðamenn geta fengið tækifæri til tveggja anna dvalar við Freie Universitaet á meðan þeir eru í leyfi frá stöðum sínum í heimalandinu. Prógrammið hefst í október 2014 og stendur fram í júlí 2015. Einu skilyrðin sem uppfylla þarf er að viðkomandi sé starfandi blaðamaður og að hann hyggist vinna að fræðilegu verkefni á sviði blaðamennsku. Fjárhagslegi styrkurinn nemur um 1.500 evrum á mánuði en getur þó verið meiri eða minni eftir því hvers konar styrk er um að ræða. Umsóknarfrestur er til 28. Febrúar næstkomandi. Hér má sjá frekari upplýsingar frá Freie Universität 
Lesa meira
Tilkynning

„Réttur til að vita ...“

Hótel Hilton Nordica Reykjavík 27. september kl. 12 - 14 „Réttur til að vita ...“ Skráningarform Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt. Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:- Hvað felst í þessum degi?- Hvað gera önnur lönd?- Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?- Hver er réttur almennings til upplýsinga?- Hvernig er lagaumhverfið?- Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig? Dagskrá: 11:50 Afhending ráðstefnugagna 12:00 Fundur settur - hádegisverður borinn fram 12:20 Hvað felst í alþjóðlegum degi um réttinn til að vita? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 12:30 Persónuupplýsingar Hörður Helgi Helgason, lögmaður og forstjóri Persónuverndar 12:55 Opin gögn á Íslandi í samanburði við önnur lönd Fulltrúi frá Open Knowledge Foundation á Íslandi 13:20 Hvað er nýtt í Upplýsingalögunum? Trausti Fannar Valsson, Háskóla Íslands 13:45 Mat borgaranna: Af hverju leyna stjórnvöld upplýsingum sem eiga erindi við almenning? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 14:00 Fundarlok Ráðstefnustjóri: Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Lesa meira