Málþing: Mannréttindi á upplausnartímum
Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands efna til málþings föstudaginn 25. janúar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 13:30. Heiti málþingsins er Mannréttindi á upplausnartímum. Athyglinni verður meðal annars beint að stöðu mannréttinda og þróun á ólgutímum, réttindum hópa andstætt réttindum einstaklinga, átökum strangtrúarmanna og veraldlega sinnaðra í Mið-Austurlöndum. Fyrirlesarar eru Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Magnús Þorkell Bernharðsson, dósent í sögu Miðausturlanda við Williams College í Bandaríkjunum. Stjórnandi málþingsins er Ævar Kjartansson, guðfræðingur og dagskrárgerðarmaður. Dagskrá: 13:30-14:45 Fyrirlestrar 14:45-15:05 Kaffihlé 15:05-16:00 Umræður Hlutverk Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar er að vinna að rannsóknum og fræðslu í trúarbragðafræði og guðfræði í þeim tilgangi að auka þekkingu og skilning á trúarbrögðum heimsins og stuðla að sáttargjörð ólíkra trúarviðhorfa, vinna gegn tortryggni og efla skilning og umburðarlyndi. Stofnunin er í eigu Þjóðkirkjunnar
Tilkynningar
24.01.2013
Lesa meira