Fréttir

Tilkynning

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag. Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda Insafe samstarfsnetið, og nærri 40 önnur lönd munu þennan dag leiða saman ýmsa hagsmunaðila til þess að vekja athygli á og ræða netið. Samstarfsnetið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til þess að styðja við átakið, en hún verður aðgengileg á netinu og sýnd í sjónvarpi næstu daga. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 13.00-16.00. Málþingið er haldið í samstarfi við ráðuneyti innanríkis-, velferðar- og mennta- og menningarmála, Póst- og fjarskiptastofnun, Símann, Lenovo, Microsoft Íslandi og Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Hafþór Freyr Líndal, ungmennaráði SAFT. Dagskrá: 13.00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið og veitir verðlaun í samkeppni um besta barnaefnið á netinu 13.15 Málstofa 1 – stofa H207 - Skólinn, uppeldi og samfélagsmiðlar • Hver er draumaskólinn? • Tölvu- og töflumenning • Bætt upplýsingalæsi aukin meðvitund um netöryggi í grunnskólum landsins • Tölvur í leikskólum, til hvers? • Einelti • Fjárhættuspila• Klám á netinu • Birtingamynd kynjanna• Netið og sjálfsmynd • Ábyrgð foreldra • Félagsleg virkni og samskipti • Internetið er komið til að vera• Kommentakerfi fjölmiðla 13.15 Málstofa 2 – stofa H205 - Tækni, öryggi og lög • Áhrif snjalltækja á samskipti • Opinn hugbúnaður og apps • Auðkenning á netinu • Tölvuský • Forvarnir og fræðsla um netvarnir• Ábendingahnappur • Niðurhal og PEGI • Frumvarp um landslénið .is • IGF – umræðuvettvangur um skipulag og þróun internetsins • Réttindi og skyldur á netinu • Almenn hegningarlög og úrræði við ólögmætu efni á netinu • Netsíun 16.00 Veitingar Málþingið verður sent beint út á Netinu en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAFT. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á saft@saft.is eða hér á Facebook síðu SAFT, en þingið er öllum opið án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira
Tilkynning

Málþing: Mannréttindi á upplausnartímum

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands efna til málþings föstudaginn 25. janúar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 13:30. Heiti málþingsins er Mannréttindi á upplausnartímum. Athyglinni verður meðal annars beint að stöðu mannréttinda og þróun á ólgutímum, réttindum hópa andstætt réttindum einstaklinga, átökum strangtrúarmanna og veraldlega sinnaðra í Mið-Austurlöndum. Fyrirlesarar eru Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Magnús Þorkell Bernharðsson, dósent í sögu Miðausturlanda við Williams College í Bandaríkjunum. Stjórnandi málþingsins er Ævar Kjartansson, guðfræðingur og dagskrárgerðarmaður. Dagskrá: 13:30-14:45 Fyrirlestrar 14:45-15:05 Kaffihlé 15:05-16:00 Umræður Hlutverk Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar er að vinna að rannsóknum og fræðslu í trúarbragðafræði og guðfræði í þeim tilgangi að auka þekkingu og skilning á trúarbrögðum heimsins og stuðla að sáttargjörð ólíkra trúarviðhorfa, vinna gegn tortryggni og efla skilning og umburðarlyndi. Stofnunin er í eigu Þjóðkirkjunnar
Lesa meira
Tilkynning

Hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga

Málþing verður haldið miðvikudaginn 23. janúar kl. 14-17 í Öskju stofu 132 á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við HÍ í tilefni ábendingar ÖSE um að ekki giltu hér á landi opinberar reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Dagskrá: 1. Finnur Beck, lögfræðingur, opnar málþingið2. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar3. Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur4. Margrét Sverrisdóttir, verkefnastjóri5. Ólafur Stephensen ritstjóri6. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður. Pallborð með frummælendum ásamt Ólafi Þ Harðarsyni prófessor og Frey Einarssyni, ritstjóra. Fundarstjóri er Þór Jónsson, blaðamaður. Fjölmörg ríki hafa sett reglur er lúta að atriðum er varða umfjöllun og störf fjölmiðla í tengslum við kosningar. Í kjölfar eftirlits með kosningum til Alþingis árið 2009 benti eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) á að hér á landi giltu ekki reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Kom nefndin með ábendingar um að íhuga mætti lagasetningu um starfsemi fjölmiðla í tengslum við kosningar þ.m.t. um pólítískar auglýsingar og veitingu útsendingartíma til framboð. Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd með fulltrúum allra flokka til fara yfir athugasemdir ÖSE og gera tillögur til úrbóta.
Lesa meira
Tilkynning

Málþing um tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda

Málþing um tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda verður haldið 22. janúar kl. 13 - 16.30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Að því stendur mennta- og menningarráðuneytið og stýrihópur um framkvæmd þingsályktunar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Dagskrá: Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: Ávarp. Ása Ólafsdóttir, dósent í HÍ og formaður stýrihópsins: Starf og hlutverk IMMI hópsins. Dr. Thomas Hoeren, deildarforseti lagadeildar Háskólans í Munster í Þýskalandi: Wistleblowers - the conflict between the right of information and anonymity. David Leigh, ritstjóri yfir rannsóknarblaðamennsku hjá breska dagblaðinu The Guardian: Wistleblowers in UK and how they have been helpful in processing the news and what specifically can be done in the question of "high-risk information sources" Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðaleigandi Birtings: Tjáningarfrelsi blaðamanna í ljósi nýlegra dóma." Að loknum erindum far afram pallborðsumræður með frumbælendum en auk þeirra situr í pallborði Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og einn flutningsmanna tillögunnar. Fundar- og umræðustjóri: Þóra Arnórsdóttir
Lesa meira
Tilkynning

Sagan að baki Nude Magazine

Jóhanna Björg Christensen margmiðlunarhönnuður svarar spurningunni hvað hún var að pæla. Fyrst gaf hún út tímarit á vefnum í miðri stafrænu byltingunni 2010, þegar allir hlupu sem hraðast frá prentinu. Nú hyggst hún gefa tímaritið út á prenti. Getur þetta gengið? Staðsetning: Skúlatúni 2, ReykjavíkTími: Föstudaginn 18. janúar, kl. 8.30 - 10.00.
Lesa meira
Fundaröð um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands
Tilkynning

Fundaröð um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands

4. fundur - Stjórnarskráin og lýðræðið: Kosningakerfið - Persónukjör - Þjóðaratkvæðagreiðslur. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. janúar kl. 12-14 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Fjórði fundur í fundaröð Háskóla Íslands í samstarfi við HA, HR og Bifröst, þar sem fræðimenn á ýmsum sviðum fjalla um ferlið fram að þessu og einstaka þætti í tillögum stjórnlagaráðs. Framsögumenn eru: Gunnar Helgi KristinssonÓlafur Þ. HarðarsonJón ÓlafssonÁgúst Þór Árnason Fundarstjóri er:  Ragnhildur Helgadóttir Allir velkomnir
Lesa meira
Að finna fyrir lífinu - Átök milli dauðleikans og ódauðleikans í ljósmyndum
Tilkynning

Að finna fyrir lífinu - Átök milli dauðleikans og ódauðleikans í ljósmyndum

Fimmtudaginn 20. desember kl. 12:05 verður Sigrún Sigurðardóttir ljósmyndafræðingur með fyrirlestur á vegum FÍSL, Félags íslenskra samtímaljósmyndara, í Þjóðminjasafni Íslands. Yfirskrift fyrirlestrarins er: „Að finna fyrir lífinu. Átök milli dauðleikans og ódauðleikans í ljósmyndum.” Bandaríski menningarfræðingurinn Susan Sontag sagði eitt sinn að allar myndir væru í vissum skilningi það sem kalla mætti memento mori eða áminning um dauðleika, hvort sem það er dauðleiki augnabliksins eða dauðleiki manneskjunnar. Ljósmyndin tengir saman lífið, dauðann og ódauðleikann. Hún skapar minningar, viðheldur minningum og býr til nýjar. Í fyrirlestrinum skoðar Sigrún hvernig ólíkir ljósmyndarar hafa tekist á við þessi viðfangsefni og verður sjónum beint sérstaklega að verkum íslenskra samtímaljósmyndara. Útgangspunkturinn er ekki aðeins dauðinn sjálfur heldur ekki síður hvernig dauðinn kallar stöðugt á andstæðu sína, lífið sjálft, og lætur okkur þannig finna fyrir og vera meðvituð um lífið hér og nú. Fyrirlesturinn verður brotinn upp með pallborðsumræðum við þau Báru Kristinsdóttur, Einar Fal Ingólfsson og Grétu S. Guðjónsdóttur sem öll hafa tekist á við ástvinamissi, minningar og sorgarúrvinnslu í ljósmyndum sínum. Áhorfendum gefst auk þess tækifæri til að taka þátt í umræðum.  Frekari upplýsingar í fisl@fisl.is eða hjá Pétri Thomsen í síma 899-801
Lesa meira
Tilkynning

Forseti ráðherrar og ríkisstjórn –breyting á stjórnarskrá

Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn - Nýskipan framkvæmdarvaldsins - Starfshættir ríkisstjórna - Stjórnarmyndanir - Hlutverk forseta Íslands - Skipun embættismanna Þetta er yfirskrift fundar á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í fundaröð um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands. Fundurinn verður á morgun, miðvikudaginn 5. desember kl. 12-14 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði: Stefanía Óskarsdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson, Skúli Magnússon og Guðni Th. Jóhannesson. Ómar H. Kristmundsson stjórnar fundi.
Lesa meira
Tilkynning

Jólauppbót

Jólauppbót samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins fyrir þá sem hafa verið í fullu starfi allt árið er 50.500 kr. og hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma á árinu. Uppbótina ber að greiða út á tímabilinu 1.-15. desember.
Lesa meira
Tilkynning

Örkynningar um samfélagsmiðla

Örkynningar um samfélagsmiðla þriðjudaginn 27. nóvember kl. 16:30 -18:00Engjateig 9, kjallara (Verkfræðingahúsið) Stuttar og hnitmiðaðar örkynningar og spjall um samfélagsmiðla (e. Social Media) á vegum faghóps Ský um vefstjórnun. Hvernig ná fyrirtæki árangri með notkun samfélagsmiðla? Hver er tenging þeirra við hefðbundnar markaðsherferðir? Á fundinum munu sérfræðingar fjalla um áhrif og notkun samfélagsmiðla frá ólíkum sjónarhornum. Fyrirlestrar: Skapaðu samkeppnisforskot með sterkri heild samfélagsmiðla og vefsetraJón Heiðar Þorsteinsson, Advania Að fá fólk til að talaHugmyndir fyrir heimilið/ Good ideas for you Inga og Anna Lísa Þjónusta Vodafone í gegnum samfélagsmiðlaSigrún Ásta Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Vodafone Félagar í Ský fá frítt inn en utanfélagsmenn greiða 1.000 kr. (posi á staðnum).
Lesa meira