Fréttir

Tilkynning

Frestur sumarleigu orlofshúsa til 12. apríl

Umsóknarfrestur vegna sumarleigu á orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Stykkishólmi, á Akureyri og í Brekkuskógi er til og með fimmtudeginum 12. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöð á press.is en einnig er hægt að senda tölvupóst á orlofshus@press.is Um er að ræða vikuleigu frá föstudegi til föstudags. Samtals 13 vikur frá 1. júní til og með 31.ágúst. Tilgreinið fleiri en einn möguleika til þess að auðvelda úthlutun. Raðhúsið á Akureyri er með svefnplássi fyrir 7-8Stóra-Brekka með gestahúsi er með svefnplássi fyrir 9-10 í rúmum.Litla-Brekka er með svefnplássi fyrir 5-6.Stykkishólmur er með svefnplássi fyrir 12-14. Vikuleiga fyrir fullgilda félagsmenn Bí á Akureyri og Stóru-Brekku er 20 þús., í Stykkishólmi 25 þús. og vikuleiga fyrir Litlu-Brekku 15 þús. Myndir og uppl. á heimasíðu BÍ press.is Orlofshúsin í Brekku voru endurnýjuð öll að innan fyrir fáum árum síðan og íbúðin á Akureyri var öll endurnýjuð fyrir sex árum síðan og pallurinn við húsið fyrir tveimur árum. Húsið í Stykkishólmi er byggt árið 2006. Orlofssjóður verður ekki með hús í Bolungarvík til leigu í sumar eins og í fyrra. Veiðikort og hótelkort verða hins vegar til sölu eins og á síðasta ári á nýjum orlofsvef sem unnið er að að koma í loftið. Munið 12. apríl. Kv. Hjálmar
Lesa meira
Tilkynning

Formannsmolar - orlofshús!

Auglýst er eftir umsóknum vegna dvalar í orlofshúsum BÍ um páskana 2012 frá miðvikudeginum 4. apríl til þriðjudagsins 10. apríl. Orlofshúsin eru fjögur talsins, raðhús á Akureyri, Stóra-Brekka, Litla-Brekka og Stykkishólmur. Leiguupphæð um páska er sú sama og leiguupphæð að sumri. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 15. mars og ber að sækja um á netfangið orlofshus@press.isVið úthlutun er tekið mið af því hvort félagar eru fullgildir, hversu lengi þeir hafa verið í félaginu og hvort þeir hafi áður fengið úthlutað um páska.Kv.Hjálmar
Lesa meira