Fréttir

Tilkynning

Þróun fjölmiðla - Þjóðarspegill HÍ

Þróun fjölmiðla - Þjóðarspegill í HÍ: Guðrún Ásta Guðmundsdóttir og Þorbjörn Broddason: "Hlutlægni frétta í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu". Andri Már Sigurðsson: "Adapt or die: Media innovations and the erosion of media boundaries". María Elísabet Pallé og Valgerður Anna Jóhannsdóttir: "Breyttust fjölmiðlar eftir hrun? Umfjöllun prentmiðla um fjármálastofnanir". Guðbjörg Hildur Kolbeins: "Siðferði og starfshættir íslenskra blaða- og fréttamanna"   Sjá nánar: http://www.fel.hi.is/sites/fel.hi.is/files/dagskra_2012_rod2.pdf
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur Blaðaljósmyndarafélagsins

Aðalfundur Blaðaljósmyndarafélags Íslands verður haldinn 8. nóvemberl nk. kl. 20.00 í húsnæði BÍ að Síðumúla 23.  Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf, svo sem skipun stjórnar og lagabreytingar ef einhverjar tillögur koma fram. Einnig verður farið yfir greinargerð frá nefnd vegna sýningarinnar og svo önnur mál.
Lesa meira
Tilkynning

Síðdegisfyrirlestur um tjáningarfrelsi

Síðdegisfyrirlestur um tjáningarfrelsiSíðastliðið sumar kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja blaðamanna sem höfðu orðið að sæta ómerkingu ummæla fyrir íslenskum dómstólum og greiða miskabætur vegna skrifa sinna í tvö íslensk blöð. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu,  sem verndar tjáningarfrelsið. Dómarnir hafa verið tilefni umræðu og vakið áleitnar spurningar um réttarstöðu blaðamanna, vernd tjáningarfrelsis, samspil stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og hlutverk íslenskra dómstóla á þessu sviði. Um þetta verður fjallað á næsta síðdegisfyrirlestri LOGOS. Dagskrá: 1. Eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands - Breyting á réttarstöðu blaðamanna með lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla.2. Jakob Möller, hrl. - Frá Þorgeiri Þorgeirsyni til Bjarkar Eiðsdóttur- Dómaframkvæmd Hæstaréttar um tjáningarfrelsi í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins.3. Almennar umræður.Fundarstjóri verður Fannar Freyr Ívarsson, lögfræðingur. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu LOGOS lögmannsþjónustu, Efstaleiti 5, milli 16 og 18 fimmtudaginn 25. október. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir en tilkynnið vinsamlegast um þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið oddur@logos.is.
Lesa meira
Tilkynning

Vel heppnuð skemmtun fjölmiðlakvenna

Skemmtun Félags fjölmiðlakvenna í gærkvöldi þótti takast mjög vel. Sjá má umfjöllun um skemmtunina hér.
Lesa meira
Tilkynning

Fjölmiðlakonur hittast

Kæru fjölmiðlakonur. Loksins er komið að því að halda partý. Takið laugardaginn 8. september frá. Nánar síðar. Stjórnin
Lesa meira
Tilkynning

Frestur sumarleigu orlofshúsa til 12. apríl

Umsóknarfrestur vegna sumarleigu á orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Stykkishólmi, á Akureyri og í Brekkuskógi er til og með fimmtudeginum 12. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöð á press.is en einnig er hægt að senda tölvupóst á orlofshus@press.is Um er að ræða vikuleigu frá föstudegi til föstudags. Samtals 13 vikur frá 1. júní til og með 31.ágúst. Tilgreinið fleiri en einn möguleika til þess að auðvelda úthlutun. Raðhúsið á Akureyri er með svefnplássi fyrir 7-8Stóra-Brekka með gestahúsi er með svefnplássi fyrir 9-10 í rúmum.Litla-Brekka er með svefnplássi fyrir 5-6.Stykkishólmur er með svefnplássi fyrir 12-14. Vikuleiga fyrir fullgilda félagsmenn Bí á Akureyri og Stóru-Brekku er 20 þús., í Stykkishólmi 25 þús. og vikuleiga fyrir Litlu-Brekku 15 þús. Myndir og uppl. á heimasíðu BÍ press.is Orlofshúsin í Brekku voru endurnýjuð öll að innan fyrir fáum árum síðan og íbúðin á Akureyri var öll endurnýjuð fyrir sex árum síðan og pallurinn við húsið fyrir tveimur árum. Húsið í Stykkishólmi er byggt árið 2006. Orlofssjóður verður ekki með hús í Bolungarvík til leigu í sumar eins og í fyrra. Veiðikort og hótelkort verða hins vegar til sölu eins og á síðasta ári á nýjum orlofsvef sem unnið er að að koma í loftið. Munið 12. apríl. Kv. Hjálmar
Lesa meira
Tilkynning

Formannsmolar - orlofshús!

Auglýst er eftir umsóknum vegna dvalar í orlofshúsum BÍ um páskana 2012 frá miðvikudeginum 4. apríl til þriðjudagsins 10. apríl. Orlofshúsin eru fjögur talsins, raðhús á Akureyri, Stóra-Brekka, Litla-Brekka og Stykkishólmur. Leiguupphæð um páska er sú sama og leiguupphæð að sumri. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 15. mars og ber að sækja um á netfangið orlofshus@press.isVið úthlutun er tekið mið af því hvort félagar eru fullgildir, hversu lengi þeir hafa verið í félaginu og hvort þeir hafi áður fengið úthlutað um páska.Kv.Hjálmar
Lesa meira