1995 Sigurður Már Jónsson gegn Jóni Halldóri Bergssyni - Meiðyrði

Í kjölfar greinar sem birtist um Jón Halldór Bergsson í vikublaðinu Pressunni, höfðaði Jón mál á hendur ritstjórnarfulltrúanum Sigurði Má Jónssyni, auk annarra. Héraðsdómur ómerkti ummælin, þar sem umfjöllun stefndu um Jón hefði farið út fyrir þau mörk, sem setja yrði prentfrelsi, þ.e. að í skjóli þess séu ekki gerðar tilefnislausar og grófar árásir á æru manna. Héraðsdómur dæmdi Jóni einnig miskabætur úr hendi stefndu. Þá voru Sigurður og Guðrún Kristjánsdóttir, sem titluð voru sem höfundar umræddrar greinar, dæmd til sektargreiðslu fyrir brot gegn 235. gr. laga nr. 19/1940. Sigurður áfrýjaði héraðsdómi. Talið var í ljós leitt að nafn Sigurðar hefði verði sett undir viðkomandi grein án samþykkis hans. Þegar könnuð voru þau ummæli sem héraðsdómur taldi Sigurð bera ábyrgð á, kom í ljós, að þau fjölluðu ekki um efni sem Sigurður hafði tekið saman um Jón. Samkvæmt þessu voru ekki talin hafa verið færð nægjanleg rök fyrir því að Sigurður bæri ábyrgð á hinum umdeildu ummælum og var hann því sýknaður af kröfum Jóns.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sýkna 0 0 Málskostnaður felldur niður Nafn Sigurðar var sett undir   grein sem hann hafði ekki skrifað og því sýknað í málinu Héraðsdómur Reykjavíkur tók til   fleiri stefndra sem ekki áfrýjuðu málinu. Hérað dæmdi til sektar og   miskabóta.

 

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxB7iFjax9OPoPt8Y3RQKqhhUWrviUo7dOnAAAqtqGgaWt4%2bv0gZ%2fmH%2b60igIqRL7%2binx2WyBSPRcNtoR4ZnLGVkWoo4%2fcnjLbzgDPT2PtBqtB7rrf05C%2fZqysjoizS7i8LsMJbtgFPKI