- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Húsnæðisstofnun ríkisins, framkvæmdarstjóri hennar og starfsmenn lögfræðideildar hennar, höfðuðu mál gegn Húseigandafélaginu og framkvæmdastjóra þess, Sigurði Helga Guðjónssyni, vegna ummæla, sem Sigurður lét falla um Húsnæðisstofnunina í kvöldfréttartíma Stöðvar 2 og í morgunfréttum Bylgjunnar í október og nóvember 1996. Krafðist Húsnæðisstofnunin þess, að tiltekin ummæli yrðu dæmd ómerk og fallist á aðrar kröfur. Félagsmenn í Húseigandafélaginu voru á sjöunda þúsund talsins og hafði Sigurður þurft að eiga margháttuð samskipti við Húseigendafélagið, ýmist vegna hagsmuna einstakra félagsmanna eða þeirra allra í heild. Áttu félagsmenn því augljósa hagsmuni af því hvernig til tækist með opinbera stjórnsýslu á þessu sviði. Húsnæðistofnunin var opinber stofnun og fór með málefni, sem snertu hagsmuni margra. Var ljóst, að slík stofnun gæti kallað yfir sig harða gagnrýni. Ummæli framkvæmdarstjórans voru mörg óvægin og harkaleg. Við ákvörðun þess, hvort hann hefði með þeim farið úr fyrir mörk tjáningarfrelsisins féllst Hæstiréttur á það að játa verði mönnum rúmu tjáningarfrelsi á því sviði, sem hér um ræddi. Var einnig fallist á, að mörg ummælin hefðu falið í sér gildisdóma, þar sem Sigurður hefði lagt mat sitt á staðreyndir, sem hann hefði talið vera fyrir hendi. Sigurður hefði gert grein fyrir misbrestum í starfsemi Húsnæðismálastofnunar og lögfræðideildar hennar og var talið, að með því hefði verið rennt nægum stoðum undir þá niðurstöðu, að ekki hefði verið farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis með því að lýsa skoðunum, sem í flestum þessara gildisdóma birtust. Hæstiréttur ómerkti aðeins örlítinn hluta ummælanna og sýknaði Sigurð af kröfum um refsingu, greiðslu miskabóta og kostnað við birtingu dómsins.
Skilgreining á eðli máls | Niðurstaða dóms | Bótaupphæð | Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) | Málskostnaður | Hver er ábyrgur | Dómur undirréttar (hvaða ?) |
Meiðyrði | Sekt | 0 | 0 | 25000 | Höfundur ábyrgur orða sinna en þau voru ekki refsiverð | Héraðsdómur Reykjavíkur dæmti sekt og til greiðslu miskabóta og ómerkingar margra ummæla. |