- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðlafyrirtækisins Skjárinn Miðlar ehf, höfðaði mál á hendur 365 miðlum ehf. til greiðslu miskabóta og ómerkingar á fjórum ummælum sem birtust í dagblöðum félagsins, DV og Fréttablaðinu. Ummælin í DV lutu að hjúskaparslitum Magnúsar en síðari tvö ummælin er birtust í Fréttablaðinu voru fyrirsagnirnar „Maggi glæpur“ og „Geðþekkur geðsjúklingur“ og var mynd af Magnúsi hliðina á síðastgreindri fyrirsögninni. Í dómi Hæstaréttar kom fram að einkalíf manna, heimili og fjölskylda nytu friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar en í frásögn af hjúskaparslitum einum og sér fælist þó ekki brot á þeirri friðhelgi. Að öðru leyti var fallist á með héraðsdómi að í ummælunum hefði falist ærumeiðandi móðganir sem vörðuðu við 234. gr. almennra hegningarlaga og ærumeiðandi aðdróttanir sem vörðuðu við 235. gr. sömu laga. Niðurstaða héraðsdóms um ómerkingu ummælanna og bótaábyrgð 365 ehf. var staðfest og fjárhæð miskabóta talin hæfilega ákveðin 600.000 krónur. Þá var 365 hf. gert að standa straum að birtingu dómsins miðað við tvær birtingar.
Skilgreining á eðli máls | Niðurstaða dóms | Bótaupphæð | Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) | Málskostnaður | Hver er ábyrgur | Dómur undirréttar (hvaða ?) |
Meiðyrði | Sekt | 840000 | 1122823,59 | 300000 | 365 miðlar, útgefandi | Héraðsdómur Reykjavíkur efnislega óraskaður, en fjárhæðum miskabóta og málskostnaðar breytt |
Slóð á dóm: http://www.haestirettur.is/domar?nr=5564&leit=t