Mál 2/1998 - 99

Kærendur: Guðrún Kristjánsdóttir og Pétur Kristjánsson.
Kærðu: Eva Magnúsdóttir og Þórarinn Jón agnússon
Kæruefni: Umfjöllun tímaritsins Allt, 1. tbl. 1998 (ágúst-september), um dómsmál þriggja barna gegn föður sínum vegna líkamlegra misþyrminga og andlegrar kúgunar.

Mál þetta var kært með símbréfi hinn 21.10. 1998 og var tekið fyrir á fundum nefndarinnar 30.10., 9.11., 16.11. og 9.12. 1998. Kærendur komu á fund nefndarinnar 30.10. og Eva agnúsdóttir blaðamaður kom á fund 9.12. Nokkur töf varð á afgreiðslu málsins af óviðráðanlegum orsökum.

Málavextir

Hinn 12. janúar 1995 er birt ýtarleg stefna í Lögbirtingablaðinu á hendur filippeyskum manni fyrir hönd þriggja barna hans vegna líkamlegra misþyrminga hans og andlegrar kúgunar meðan hann bjó með fjölskyldu sinni hér á landi. Fóru börnin fram á að fá dæmdar skaðabætur frá föður sínum. Dómur í þessu máli féll í desember á síðasta ári og voru börnunum dæmdar bætur. Nöfn málsaðila eru ekki nefnd í dómnum og málflutningur fór fram fyrir luktum dyrum. álið vakti verulega athygli, enda hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis og var sagt frá því á nærfærinn hátt í helstu fjölmiðlum landsins. Tímaritið Allt segir síðan frá þessu máli nú í haust og endursegir niðurstöðu dómsins ýtarlega, en gætir þess að nefna ekki rétt nöfn málsaðila til að veita þeim vernd.

Kærendur telja þrátt fyrir það að svo nákvæmlega sé skýrt frá atburðum að auðveldlega megi sjá um hverja sé fjallað. Jafnframt telja kærendur að viðkvæmar persónulegar upplýsingar, sem ekki eigi erindi við almenning, séu gerðar að umfjöllun í algjöru heimildarleysi. Ennfremur telja kærendur að um vítaverðar rangfærslur sé að ræða í greininni en benda ekki á ákveðnar greinar siðareglna BÍ í því sambandi.

Annar kærðu, Eva agnúsdóttir, mætti á fund nefndarinnar og skýrði frá því að ritstjóri tímaritsins Allt, Þórarinn Jón agnússon, hefði fengið henni það verkefni að skrifa grein upp úr dómnum. arkmiðið hefði verið að benda á að heimilisofbeldi viðgengist á Íslandi. Eina leiðin til að stöðva það væri að skýra frá því. Greinin hefði verið birt sem viðvörun og ábending. Dómurinn væri opinbert plagg og fjölmiðlar hefðu fullan rétt á því að fjalla um mál af þessu tagi, sem framlag til að hamla gegn heimilisofbeldi.

Fram kom hjá kærðu að umræddur dómur væri eina heimild hennar um málið. Taldi hún að fyllstu nærgætni hefði verið gætt við frásögn tímaritsins, en viðurkenndi jafnframt að hafa ekki kannað hvort allar staðreyndir sem fram komu í dómnum hefðu átt við þegar greinin var skrifuð.

Umfjöllun

Mál af þessu tagi eru vandmeðfarin í fjölmiðlum. Þau eru engu að síður staðreynd og dómsmál teljast opinber mál. Fjölmiðlar eiga fullan rétt á umfjöllun um dómsmál af hvaða tagi sem er, en nauðsynlegt er að þeir gæti nærfærni, og þess verður að gæta að valda ekki þeim sem eiga um sárt að binda óþarfa sársauka og sýna fyllstu tillitssemi.

Umrætt mál vakti mikla athygli á sínum tíma enda einstakt dómsmál. Því er fyllilega eðlilegt að frá því sé greint í fjölmiðlum. est var sagt frá málinu þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp og þá fyrst og fremst lögð áhersla á þá einstæðu niðurstöðu að faðir hafði verið dæmdur til að greiða börnum sínum skaðabætur vegna misþyrminga. Á þeim tíma var minna fjallað um heimilisofbeldi sem slíkt. Tímaritið Allt tekur hins vegar þann þátt málsins fyrst og fremst upp til að birta hinar dökku hliðar mannlífsins og sýna fram á að slíkt ofbeldi viðgangist. Greinin er skrifuð sem eins konar viðvörun og á fullan rétt á sér sem slík.

Fjölmiðlar vinna oft á slíkan hátt. Algengasta dæmið um það eru myndbirtingar af illa förnum bílflökum eftir alvarleg slys, þar með talin dauðaslys. yndbirtingar af þessu tagi hafa verið réttlættar með því að þær séu árangursrík viðvörun við hrað- og ölvunarakstri og hafa lögregluyfirvöld staðfest að slíkar myndbirtingar hafi orðið til þess að draga úr hvoru tveggja. yndbirtingar af þessu tagi geta engu að síður magnað sorg þeirra sem um sárt eiga að binda í umræddum tilvikum, en siðanefnd telur þær engu að síður réttlætanlegar.

Vinnubrögð skipta miklu máli í frásögnum af þessu tagi. Í umræddri grein er engra réttra nafna helstu þolenda málsins getið, en vitnað í skýrslur nokkurra sérfræðinga sem að málinu komu. Þær tilvitnanir eru beint upp úr dómnum. Þeim er ætlað að sýna hinar alvarlegu afleiðingar ofbeldisins og verður ekki við þeim amast. iðanefnd telur að nægjanlegrar nafnleyndar hafi verið gætt, en bendir jafnframt á að í málum sem þessum er þeim sem nálægt standa oftast ljóst um hverja er fjallað.

Kærðu hefðu getað vandað efnistök sín betur í einstaka atriðum en þeir annmarkar eru ekki svo miklir að siðareglur Blaðamannafélags Íslands teljist brotnar.

Úrskurður

Kærðu, Eva Magnúsdóttir og Þórarinn Jón Magnússon, teljast ekki hafa brotið siðareglur BÍ.

Reykjavík, 9. desember 1998

Þorsteinn Gylfason, Mörður Árnason, Hjörtur Gíslason, Hreinn Pálsson, Sigurður G. Guðjónsson