Mál 5/1999-2000

Kærandi: Erla Árnadóttir fyrir hönd Hrafns Gunnlaugssonar
Kærði: Kristín Jóhannsdóttir
Kæruefni: Frétt frá Kristínu Jóhannsdóttur, fréttaritara Ríkisútvarpsins í Berlín, þann 23. janúar 2000 um kynningu og val kvikmyndarinnar Myrkrahöfðingjans á Berlinale kvikmyndahátíðinni, sem haldin var í Berlín dagana 9. til 20. febrúar síðastliðinn. Kæran er dagsett 22. mars 2000 og var hún tekin fyrir á fundum siðanefndar 3. apríl, 17. apríl, 26. og 28 apríl og 3. maí. Auk kærunnar barst siðanefnd greinargerð frá kærðu og fjöldi fylgiskjala frá báðum aðilum. Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs mætti á fund nefndarinnar hinn 26. apríl auk þeirra Kristínar Jóhannsdóttur og Kára Jónassonar, fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Þá bárust nefndinni athugasemdir kærenda við greinargerð kærðu og komu síðan Hrafn Gunnlaugsson og lögmaður hans, Erla . Árnadóttir, á fund nefndarinnar hinn 28. apríl. Loks ræddi formaður nefndarinnar við Friðrik Þór Friðriksson, framleiðanda myndarinnar.

Málavextir

Á þeim tíma, sem hin kærða frétt var send út, var verið að ganga frá vali kvikmynda til þátttöku í hinum ýmsu þáttum Berlinale kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, en þar er valið milli hundruða kvikmynda frá fjölmörgum löndum. Íslenskar kvikmyndir voru þeirra á meðal.

Kristín Jóhannsdóttir leitaði frétta af gengi íslensku kvikmyndanna í þessu vali. Leitaði hún upplýsinga hjá stjórnendum hátíðarinnar og fékk samband við Margareti von Schiller. amkvæmt greinargerð Kristínar og frétt hennar, var henni sagt að yrkrahöfðingjanum hefði fyrst verið hafnað til sýningar á svokölluðum Panorama-þætti hátíðarinnar, en síðan verið tekinn inn á ný vegna þess að tveir aðalleikarar myndarinnar, Alexandra Rappaport og Hilmir Snær Guðnason, hefðu verið valin til að vera á sérstakri dagskrá til kynningar á ungum og efnilegum leikurum á hátíðinni. Í fréttinni er sagt að myndin hafi verið valin vegna aðalleikaranna og þeir hefðu komið henni inn á hátíðina.

Í fréttinni segir svo: „Myrkrahöfðinginn verður sýnd á dagskrá sem kölluð er Panaorama. Margareta von Schiller í stjórn Panorama segir að lengi hafi verið vafi um hvort Myrkrahöfðinginn yrði tekinn á hátíðina. yndinni var upphaflega hafnað, en sú ákvörðun var endurskoðuð vegna aðalleikaranna. Hilmir nær og Alexandra Rappaport eru fulltrúar heimalanda sinna, Íslands og víþjóðar, á sérstakri dagskrá hátíðarinnar, sem heitir Shooting Star og gengur út á að kynna og koma á framfæri ungum og efnilegum leikurum sem náð hafa langt í heimalöndum sínum, en eru nær óþekktir utan þeirra."

Í kærunni segir meðal annars að í fréttinni komi fram rangar staðreyndir og rangfærslur varðandi kynningu myndarinnar og að framsetning fréttarinnar hafi verið neikvæð í garð myndarinnar. Ljóst sé að slíkur fréttaflutningur sé afar meiðandi fyrir höfund kvikmyndarinnar og vegi að heiðri hans sem listamanns og atvinnumanns við kvikmyndagerð. Kærunni fylgir yfirlýsing frá Wieland peck, framkvæmdastjóra Panorama, þar sem hann staðfestir að yrkrahöfðingjanum hafi aldrei verið hafnað af Panorama og að ekki sé til nein valnefnd innan Panorama, sem velji kvikmyndir til þátttöku og að von chiller beri enga ábyrgð á vali kvikmynda fyrir Panorama.

Í yfirlýsingu frá von chiller segir að hún hafi talað við Kristínu Jóhannsdóttur og sagt henni að myndin hefði ekki varið valin í keppnisþátt hátíðarinnar. Hún hafi nefnt að aðalleikararnir tveir yrðu kynntir sérstaklega, en annað hafi hún ekki fullyrt enda hafi Kristín greinilega verið búin að mynda sér eigin skoðun á myndinni.

Í kærunni segir einnig svo: „Það sem rakið hefur verið hér að framan sýnir að frétt Kristínar Jóhannsdóttur var beinlínis efnislega röng í veigamiklum atriðum, þar sem ranglega var fullyrt að valnefnd velji myndirnar og að myndinni hafi verið hafnað. Af yfirlýsingu aargaret von chiller og bréfum Wieland peck er ljóst að myndin var ekki sýnd fyrir „valnefnd Panorama hluta Berlínarhátíðarinnar" enda er slík nefnd ekki til. yndin var hins vegar sýnd fyrir nefnd er velur myndir til þátttöku í keppnishluta hátíðarinnar enda hafði verið sótt um að myndin yrði valin í keppnina ásamt því að sótt var um kynningu á Panorama hlutanum. Engin íslensk mynd var valin til þátttöku í keppninni. Framkvæmdastjóri Panorama hlutans var ekki viðstaddur sýninguna fyrir keppnisnefndina, en tók ákvörðun um að kynna myndina á Panorama eftir að hafa horft á hana síðar."

Í greinargerð sinni segir Kristín kæruna nokkuð vanreifaða þar sem þar sé hvergi að finna tilvísun í þau ákvæði siðareglnanna, sem hún eigi að hafa brotið gegn og kæruefni séu ekki skýrt afmörkuð. Henni virðist þó að kæran sé tvíþætt; annars vegar að fréttin hafi verið efnislega röng og hins vegar að framsetning fréttarinnar hafi verið neikvæð í garð myndarinnar.

Hún ítrekar að við fréttaöflun af gangi mála hafi henni verið gefið samband við argarete von chiller sem réttu manneskjuna til að gefa nánari upplýsingar um val mynda á hátíðina. „Ég spurði hana hvers vegna einmitt Myrkrahöfðinginn hefði orðið fyrir valinu, en ekki önnur af tveimur öðrum myndum sem ég vissi að hefðu notið mikilla vinsælda á Íslandi. Hún tjáði mér að Myrkrahöfðingjanum hefði upphaflega verið hafnað en sú ákvörðun verið endurskoðuð vegna leikaranna. Mér fannst þetta fréttnæmt og notaði í umræddan pistil. Þessi staðreynd var m. a. staðfest af Þorfinni Ómarssyni, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, eftir hátíðina, sem ætti öðrum fremur að vera kunnugt um málið. Hversvegna starfsfólk Panoramadeildarinnar vill ekki lengur kannast við þessa staðreynd get ég ekki með nokkru móti skilið né útskýrt."

Ennfremur segir Kristín að hún geti ekki fallist á að fréttin hafi verið neikvæð. Hún hafi einfaldlega verið byggð á þeim staðreyndum, sem hún hafi aflað sér. Hún fer fram á að kærunni verði hrundið.

Umfjöllun

Kristín Jóhannsdóttir er lausráðinn fréttaritari Ríkisútvarpsins í Berlín og er ekki meðlimur í Blaðamannafélagi Íslands. iðanefnd telur ástæðu til að taka kæruna fyrir, enda birtist hin kærða frétt í íslenskum fjölmiðli og telst á ábyrgð höfundar hennar og viðkomandi fjölmiðils. Kæruefni ná til meintra rangfærslna um að yrkrahöfðingjanum hafi fyrst verið hafnað, en hann síðan tekinn til sýningar vegna aðalleikaranna tveggja og vegna fullyrðinga um valnefnd annars vegar og hins vegar neikvæðni í garð höfundar myndarinnar og leikstjóra, Hrafns Gunnlaugssonar.

Margt ber á milli þeirra Kristínar Jóhannsdóttur og von chiller um samskipti þeirra og standa fullyrðingar gegn fullyrðingum. Nefndin hefur aflað sér upplýsinga úr öðrum áttum um gang mála eftir því sem hún hefur talið nauðsynlegt. tærsta ágreiningsefnið virðist um það hvort myndinni hafi fyrst verið hafnað og hún síðan verið tekin til sýningar. Ljóst er að íslensku kvikmyndunum, sem við sögu komu, var hafnað í keppnishluta hátíðarinnar, en Myrkrahöfðinginn tekinn til sýningar á Panorama þætti hennar.

Samkvæmt upplýsingum Friðriks Þórs Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Íslensku kvikmyndasamsteypunnar og framleiðenda myndarinnar, var báðum myndum samsteypunnar, Englum alheimsins og Myrkrahöfðingjanum, hafnað í keppnisþætti hátíðarinnar, en reynt var að koma Myrkrahöfðingjanum inn á Panorama þáttinn. Friðrik Þór segir að síðan hafi borist þær upplýsingar að yrkrahöfðinginn yrði ekki sýndur á Panorama, þótt ekki hefði þá enn verið gefið út endanlega hvaða myndir yrðu þar sýndar. Anna María Karlsdóttir, kynningastjóri Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, hafi þá fengið þá hugmynd að reyna að fá þeirri afstöðu breytt með því að höfða til þess að aðalleikarar myndarinnar væru jafnframt útnefndir til þátttöku í „Shooting Star", kynningu á efnilegustu leikurum frá hverju landi. Í framhaldi þess sendi framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Íslands bréf til framkvæmdastjóra Panorama, þar sem bent var á þessa staðreynd. Niðurstaðan varð svo sú að myndin var tekin til sýningar. Það er því ljóst að á tímabili hafði Myrkrahöfðingjanum verið hafnað, þótt það hafi ekki verið gert opinberlega samkvæmt yfirlýsingu Wieland peck.

Í hinni kærðu frétt hefur Kristín Jóhannsdóttir allar sínar upplýsingar frá argarete von chiller. Aðrar heimildir hafði hún ekki um val myndarinnar. Það er athyglivert að þær upplýsingar eru í fullu samræmi við þá vitneskju, sem siðanefnd hefur fengið frá Friðrik Þór Friðrikssyni og Þorfinni Ómarssyni. iðanefnd sér því ekki annað en að þessi þáttur fréttarinnar sé réttur þrátt fyrir að skriflegar yfirlýsingar gefi annað til kynna.

Siðanefnd bendir hins vegar á að nokkurrar ónákvæmni gætir í umfjölluninni, einkum þegar talað er um hvernig myndir eru valdar til þátttöku á hátíðinni. Ekki er gerður greinarmunur á vali í keppnisflokk og kynningarflokka af ýmsu tagi. iðanefnd telur þessa ónákvæmni þó ekki svo alvarlega að hægt sé að nefna hana rangfærslur.

Siðanefnd telur ekki að fréttin hafi verið neikvæð. Það hlýtur að teljast jákvæð frétt að íslensk kvikmynd skuli valin til sýningar á Panorama þætti stórrar, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar. Það hlýtur einnig að vera jákvætt að frammistaða tveggja ungra leikara í myndinni eigi þátt í að vinna myndinni þennan sess. Hvergi í fréttinni er hallað á myndina eða höfund hennar og leikstjóra.

Hvað varðar annað það, sem ber á milli í samskiptum Kristínar Jóhannsdóttur og argarete von chiller og annarra er að málinu koma, hefur siðanefnd ekki aðstöðu til að kanna. Þar stendur orð á móti orði og lengra verður ekki komist.

Úrskurður

Kristín Jóhannsdóttir telst ekki hafa brotið siðareglur BÍ.

Reykjavík, 28. apríl 2000

Hjörtur Gíslason, Sigurveig Jónsdóttir, Guðjón Arngrímsson, Hreinn Pálsson, Gunnar Smári Egilsson