Mál nr. 9/2005-2006

Kærandi: Steingrímur Ólafsson
Kærðu: Ritstjórn DV
Kæruefni: Fréttir og myndbirtingar af morði sem framið var í El Salvador 12. febrúar 2006.

Kæran barst siðanefnd í bréfi dags. 31. mars 2006. álið var tekið fyrir á fundum siðanefndar 12. og 26. apríl, og 8. og 15. maí. jónarmið kærðu kom fram í ódagsettu bréfi Óskars Hrafns Þorvaldssonar fréttastjóra DV sem barst siðanefnd með tölvupósti 24. apríl 2006.

Málavextir

Dagana 15., 16. og 17. febrúar 2006 birtust fréttir á forsíðum og innsíðum DV af morði sem framið var í El Salvador helgina áður. Bróðir kæranda og vinkona hans höfðu fundist í vegarkanti rétt utan við höfuðborgina an alvador og höfðu þau verið skotin til bana.

Hinn 17. febrúar birtu flestir fjölmiðlar yfirlýsingu frá aðstandendum Íslendingsins sem myrtur var, Jóns Þórs Ólafssonar. Þar segir m.a. að aðstandendur Jóns Þórs harmi „ósmekklegar og tilgangslausar myndbirtingar DV í morgun þar sem fjallað var áfram um hið hörmulega atvik er átti sér stað í El alvador um helgina." Jafnframt segir að í yfirlýsingu aðstandenda á mánudeginum hafi fjölmiðlar verið beðnir um að sýna nærgætni í umfjöllun sinni og hafi aðrir fjölmiðlar farið að þeim tilmælum. érstaklega var bent á að Jón Þór léti eftir sig tvö ung börn. Þau eru búsett hér á landi.

Í kærunni segir að umfjöllun DV um málið hafi verið í æsifréttastíl og myndbirtingar af vettvangi morðsins hafi verið „með öllu ósæmandi og særandi auk þess sem þær fela í sér vanvirðingu við hinn látna." Birtar voru myndir af vettvangi þar sem lögreglumenn undirbúa brottflutning tveggja líka og er annað þeirra ekki komið í líkpoka. Telur kærandi að ýmislegt bendi til þess að það hafi verið af Jóni Þór, þótt myndatexti segði annað, enda hefðu lögregluyfirvöld í El alvador staðfest að svo væri. Alls voru birtar 7 myndir af vettvangi í blaðinu 16. febrúar, á forsíðu og í opnu á bls. 14-15. Um forsíðumyndina segir kærandi að með henni hefði hinum látnu verið sýnd óvirðing. íðan segir í kærunni: „Þá er myndasyrpa inni í blaðinu sem sýnir hvernig líkunum er dröslað til og frá. Er þessi opna blaðsins afar særandi og erfið aðstandendum. yndbirtingar þessar eiga sér engin fordæmi, óvarið lík, lík í poka og blóðflekkir."

Þá segir kærandi að mikið sé um rangfærslur í texta fréttanna og þær alvarlegustu séu að hinn látni hafi sætt pyntingum og verið tekinn sem gísl. Hið fyrrnefnda er að sögn DV haft eftir móður unnustu Jóns Þórs og hið síðarnefnda eftir yfirmanni hjá DECO-rannsóknarlögreglunni sem stýrir rannsókn morðmálsins.

Kærandi segist hafa frétt að fyrirhugaðri myndbirtingu að kvöldi 15. febrúar og hafi hann þá farið á ritstjórnarskrifstofur DV til að freista þess að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Telur hann sig þar með hafa uppfyllt skilyrði siðareglna BÍ um að leitað sé leiðréttinga.

Telur kærandi að með birtingunni hafi ritstjórar, fréttastjóri og blaðamenn þeir sem að umræddum fréttum komu hafi brotið 1. og 3. greina siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Í 1. grein segir m.a. að blaðamaður leitist við að gera ekkert það sem til vanvirðu megi telja fyrir stétt sína. Í 3. grein segir að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur sé og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðist allt sem valdið geti saklausu fólki, eða fólki sem eigi um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Óskar Hrafn Þorvaldsson fréttastjóri DV svarar kærunni f.h. annarra starfsmanna blaðsins sem að málinu komu, ritstjóranna Björgvins Guðmundssonar og Páls Baldvins Baldvinssonar og blaðamannanna Andra Ólafssonar og Jakobínu Davíðsdóttur.

Í svari Óskars Hrafns segir að byrjað hafi verið á því þriðjudaginn 14. febrúar að ræða við föður Jóns Þórs og í kjölfar þess hafi kærandi komið á blaðið og farið fram á „að ekkert yrði haft eftir föður hans í fréttinni um málið og raunar krafðist þess að ekkert yrði skrifað um málið." Umræddar myndir hafi borist blaðinu frá dagblaði í an alvador þegar líða tók á daginn en af tillitssemi við aðstandendur hafi aðeins verið birt ein myndanna þar sem ekki hafi verið hægt að greina neitt nema lögreglumenn á vettvangi. Þá hafi verið ákveðið að birta ekki neitt frá föður Jóns Þórs og þannig hafi ritstjórnin viljað koma til móts við óskir kæranda og sýna föður í sorg tillitssemi. Hinar myndirnar voru svo birtar degi síðar.

Þá segir í svari kærðu: „Allt tal um að ekki sé hægt að sjá hvort líkið sé í raun Jón Þór er rangt því ef glöggt er skoðað sést að líkið, sem er ekki í poka, er í kvenmannsskóm. Ég ætla ekki að draga dul á það að myndirnar eru á margan hátt óhugnanlegar en þær eru sannar. Þær lýstu betur ástandinu og málinu heldur en hundrað greinar."

Hvað varðar ásökun kæranda um rangfærslur segir að DV hafi ekki haldið neinu fram, heldur aðeins vitnað í það fólk sem hafði aðkomu að málinu í El Salvador. Þeir sem rætt var við voru blaðamaður sem kom einna fyrst á morðstaðinn, eiginmaður konsúls Íslands í El Salvador, háttsettir menn frá lögreglunni og móðir unnustu Jóns Þórs sem einnig var myrt. Í fréttaöflun af málinu segja kærðu að mikillar nákvæmni hafi verið gætt. Annar blaðamaðurinn sem vann mest að málinu tali góða spænsku og því hafi verið rætt við viðmælendur á þeirra eigin tungu.

Þá telja kærðu ekki að kærandi hafi leitað leiðréttingar hjá blaðinu. Hann hafi í staðinn ruðst inn á ritstjórnarskrifstofur blaðsins í tvígang og reynt að hafa áhrif á fréttaflutning með hótunum sem snúið hafi að fjölskyldu hans og annars ritstjóra blaðsins. Farið er fram á að kærunni verði vísað frá.

Umfjöllun

Siðanefnd náði ekki sameiginlegri niðurstöðu í málinu. Meirihluti nefndarinnar telur að líta verði svo á að ekki sé hægt að leiðrétta umræddar myndbirtingar og því verði kærunni ekki vísað frá af þeim sökum. Þá telur meirihluti siðanefndar ekki unnt að leita leiðréttinga á ummælum viðmælenda blaðsins. Ekki verður séð af gögnum málsins hvort þau hafi reynst röng.

3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands kveður skýrt á um að blaðamaður skuli forðast allt það sem gæti valdið saklausu fólki, eða fólki sem eigi um sárt að binda óþarfa sársauka eða vanvirðu. Á það jafnt við um texta og myndir. eirihluti siðanefndar telur að þess hafi ekki verið gætt í þessu máli. Fram kemur í svari kærðu að ritstjórn DV hefur gert sér grein fyrir því að birting myndanna gæti valdið sárindum hjá aðstandendum, enda ákveðið að bíða í einn sólarhring með hana. Einn dagur breytir þó ekki miklu þegar um er að ræða atburð sem þennan.

Meirihluti siðanefndar lítur svo á að farið hafi verið offari í umfjöllun DV um morðið. Ekki verður talið að sýnd hafi verið nægileg tillitssemi við fólk sem orðið hafði fyrir miklu áfalli. Tekið er undir að mikið hafi verið lagt í upplýsingaöflun og þótt framsetning fréttanna sé glannaleg er ekki lagður dómur á sannleiksgildi þeirra. Um myndirnar gildir öðru máli. Þar hefði mátt fara mun vægar í sakirnar. Ekki verður séð að fréttagildi myndanna hefði minnkað við það að láta vera að birta heila myndasyrpu eða þótt valin hefði verið mynd þar sem líkin voru ekki í forgrunni.

Úrskurður meirihluta siðanefndar:

Ritstjórn DV telst hafa brotið gegn 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Brotið er alvarlegt.

Reykjavík, 15. maí 2006.

Hjörtur Gíslason; Salvör Nordal; Sigurveig Jónsdóttir

Álit minnihluta siðanefndar:

Minnihluti siðanefndar telur að öll umfjöllun fjölmiðla um þann hörmulega atburð sem hér um ræðir hafi verið til þess falinn að valda aðstandendum hins látna Íslendings sársauka. Spurningin sem svara verður lýtur að því hvort annars vegar umfjöllun en hins vegar myndbirting DV hafi valdið aðstandendum óþarfa sársauka og vanvirðu.

Ekki er hægt að fallast á að upplýsingaöflun blaðsins og umfjöllun hafi verið ónákvæm eða óvönduð. Blaðamenn DV leituðu upplýsinga víða. Þeir hafa ummæli eftir fólki, sem ætla má að búi yfir nákvæmri vitneskju; ummæli sem ekki er sýnt fram á í kærunni að hafi verið röng á þeim tímapunkti sem um málið var fjallað. Það eru tíðindi þegar Íslendingur er myrtur, sem eiga erindi við allan almenning, og um þau er óhjákvæmilega fjallað í fjölmiðlum af talsverðri nákvæmni. Ekki verður séð að efnisleg umfjöllun DV hafi valdið aðstandendum óþarfa sársauka eða vanvirðu, umfram þann sársauka sem öll slík umfjöllun veldur.

Hvað varðar myndbirtingu DV, þá var íslenskum ættingjum hins látna tilkynnt um fyrirhugaðar myndbirtingar. Ritstjórnin ræddi, í einu tilviki, í allt að tvær og hálfa klukkustund við ættingja hins látna. Ekki verður séð að framganga blaðsins hafi einkennst af skeytingarleysi og vanvirðu við málsaðila. innihluti siðanefndar tekur undir að framsetning myndanna af lögregluvettvangi, ásamt flennifyrirsögn, hafi verið nokkuð glannaleg; forsíðumyndin er stór og myndirnar inni í blaðinu margar. Hins vegar er minnihlutinn þeirrar skoðunar að þessar myndir af vettvangi séu upplýsandi fréttamyndir sem sýni lesendum aðstæður og starfsaðferðir lögreglu í framandi landi. Íslenskir fjölmiðlar hafa á undanförnum árum sýnt frá vettvangi slysa og morða og flutningi slasaðra eða látinna með svipuðum hætti og DV gerir í þessu máli. Minnihluti siðanefndar telur ekki að DV hafi farið út fyrir vébönd siðareglna í þessu máli.

Úrskurður minnihluta siðanefndar:

Minnihluti siðanefndar getur ekki fallist á að siðareglur Blaðamannafélags Íslands hafi verið brotnar í umfjöllun DV í þessu máli.

Reykjavík, 15. maí 2006.

Brynhildur Ólafsdóttir; Kristinn Hallgrímsson